Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1929, Síða 18

Ægir - 01.11.1929, Síða 18
266 ÆGIR Áburður á veiðarfæri og segldúk. Veiðarfæri eru hvervetna talinn þung- ur liður í útgerðarkostnaði, einkum net og lóðir og hefir margt verið reynt til að draga úr þeim kostnaði, og má þar nefna ýmiskonar áburð og börkun tíl að verja þau fúa, svo þau endist lengur. Á fyrstu árum Fiskifélags íslands 1912—1920 voru ýmsar tilraunir gerðar til þess að komast að, hvert af efnum þeim, sem auglýst voru i blöðum ann- ara landa væri bezt. Frá Ameríku fengust þær upplýsingar, að fiskimenn þar hefðu reynt ýmiskonar áburð og hver þeirra talinn hinn bezti, en ekkert gæti jafnast á við koltjöru, sem alment væri notæð á veiðarfæri og hefði um langt skeið reynst hinn albezti áburður. »Cuprinol« var þá mjög auglýst og er alment talið gott en fáir hafa not- að það hér. Barkarlitur hefir ávalt verið talinn ágætur á veiðarfæri og margir notað hann hér, en samt sem áður eru menn sí og æ að brjóta heilann um, hvað bezt sé að nota og með hverju helzt megi verja veiðarfærin frá skemdum. Árið 1920 var í Noregi mælt mikið með efni því, sem »Tarcat« nefnist og ákvað stjórn Fskifélagsins að kaupa nokkra dunka af því, útbýta þeim með- al nokkurra manna í veiðistöðvum og biðja þá að gera tilraunir og skýra frá árangri. »Tarcat« var brúnleit leðja, kom hingað í járndunkum, sem tóku 20 kilo. Sá, sem bauð áburðinn fram í Noregi var hr. Lars Pihl Johannsen í Bergen og samkvæmt pöntun sendi hann 12 dunka==240 kilo, sem héðan voru send- ir til ýmsra manna á landinu, 8 nóv. 1920 Leið svo tíminn að ekkert heyrð- ist um tilraunir og órangur og nú er öll von úti um, að frekara heyrist um áburð þann. Nú heyrist, að innan skams mnni 1. C. Hempels Skibs/arve-Fabrik í Kaup- mannahöfn, senda á markaðinn nýtt efni, sem ver fúa á köðlum, netum og segl- um og heitir það »Garnol«. Hafa tilraun- ir með það verið gerðar í mörg ár og er mjög látið af gæðum þess og talið víst, að við notkun þess muni veiðar- færi endast miklu lengur en ella. Ættu fiskimenn að athuga þetta efni er það verður boðið fram til sölu. Koltjara er víða notuð i veiðistöðum hér og enn sem komið er mun hún hafa reynst bezt á ýms veiðarfæri. Þýzkt hvalveiöafélag. í norskum blöðum er það talið líklegt, að ráðagerðir þær, sem að undanförnu hafa verið um að stofna þýzkt hvalveiða- félag, komist í framkvæmd. Er jafnvel talið, að félagið sé þegar stofnað og hafi yfir tveim miljónum marka að ráða. Ennfremur er þess getið, að komið hafi til orða að kaupa veiðiútbúnað hjá norsku hvalveiðafélagi, eða að minsta kosti bræðslustöð, og komist samningar á, er sennilega tilætlunin að láta seljendurna eða einhverja vana menn hafa fram- kvæmdarsfjórnina á hendi fyrst um sinn, þar til þýzka félagið er búið að koma góðu skipulagi á hjá sér. Þetta þýzka félag á heima í Bremen og er talið, að í það hafi verið lagt tals- vert af hollensku fé.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.