Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 16
42 ÆGIR hver lög, sem mikilsvarðandi eru íyiir þjóðina og eftirtekt vekja utan lands og innan«. Hvar er nú »Þorgeir á þingi«, er vits- munina miklu hefir til þess, að leggja fyrir Alþingi þau lög, nú á öld stéltarígs og byltinga, að ekki verði þau til þess, að íslendingar að einhverju Ieyti segi sig úr lögum, eða verði sagðir úr lögum, hvor- ir við aðra. Vér skulum vona, að hann sé til, eða öllu heldur vænta þess, að allir alþingis- menn vorir vilji, á þessu rnerka ári, vinna að því einhuga, að samþykkja þau ein lög, sem eru allri þjóðinni til heilla og til eflingar og farsældar atvinnuvegum vorum, en einkum skulum vér treysta því, að þeir standi saman, sem klettur stuðlabergs í því máli, að endurreisa einmitt á þúsund ára afmæli Alþingis það, ísland, sem vér að réttu lagi eigum, en höfum enn ekki fengið. Þegar ísland 1. desember 1918 var við- urkent fullvalda ríki, gerðu margir íslend- ingarar sér von uro, að nú mundi efst á dagskrá hjá ríkisstjórn og Alþingi, jafn- framt þvi, að vernda af öllum mælti feng- ið sjálfstæði, að vinna aftur undir hið unga ríki forn og helg réltindi, sem eru í þann veginn að gtatast, en hér á ég eink- um við Landhelgi vora eins og hún að fornu var og framvegis á að vera. Með fjölda lagaákvæða á átjándu öld voru takmörk fyrir verzlun og veiðum út- lendinga á hafinu kringum ísland selt 4 mílufjórðungur frá ysta eyjum og annesj- um á haf út unr stórstraumsfjöru og þeim auk þess bannað, að stunda fiskiveiðar á fjörðum og flóum íslands. Samskonar voru ákvæðin í konungsúr- skurði 22. febr. 1812, í bréfi utanríkis- ráðuneytisins 11. des. 1833 og í bréfi dóms- málaráðuneylisins 18. apríl 1859. Með til- skipun 12. febúar 1872, sem lögð voru fyrir Alþingi i frumvaipsformi, var svo um landhelgina mælt, að rrtakmörk hennar« skuli vera »eins og þau eru ákveðin í hinum alm. þjóðárrétti, eða kunna að verða sett fyrir ísland með sérstökum samningi við aðrar þjóðir«. í hinum al- menna þjóðarrétti eru engar þjóðréttar- reglur um víðáttu landhelginnar, og ein- ungis einn samningur hefir verið gerður milli Damnerkur og Stóra-Bretalands urn tilhögun á fiskiveiðum danskra, og bretskra þegna á hafinu umhverfis Færeyjar og íslands og þar er landhelgin að eins talin »3 fjórðungar úr milu út frá ystu takmörk- um, þar er sjór gengur eigi yfir um fjöru«. t*essi samningur var gerður 24. júní 1901, en ekki auglýslur hér á íslandi fyr en 2. marz 1903. Samningurinu nær að eins til fiskiveiða, en að öðru léyli eru landhelginni islenzku engin takmörk selt, hann er einungis gerður við Bretu, og þvi með öllu óheimilt öðrum úllendum þjóð- um, að fara eftir honum, gagnvart þeim gilda hin gömlu takmörk (4 mílufjórðung- ar), uns Alþingi kann að ákveða anuað, því það er löggja/arþing íslendinga og það eitt, sem gelur sett og á að setja ákvœði um landhetgi hins fullvalda islenzka rikis, og til þess er 1930 kjörið ár og Lögberg kjör- inn staður, Eina ríkið, sem i móinn gæti maldað, er Stóra-Bretland, en á því er engin bælta. Enginn má óvirða stórveldi þetta, er fór sem verndari smáþjóðanna í heimsstyrjöldina miklu, með því að gera því þær getsakir, að það vilji níðast á á minstu þjóðinni í Norðurálfu vopnlausri og meina henni að ákveða um sín land- helgismál eins og hún hefir bæði söguleg- an og lagalegan rélt til; öllu heldur nrá treysta því, að Bretar vilji á þessu mikla hátíðar-ári koma færandi hendi, og þá munu hinar stórþjóðirnar ekki vilja reyn- ast ver. Frændþjóðum vorum á Norður- löndum má treysta í máli þessu hið bezta,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.