Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 26
52 ÆGIR Mánaðarritið „Ægir“. Eins og sést á skýrslu Fiskifélagsins, sem brátt verður send æfifélögum og deild- um, eru útistandandi skuldir »Ægis« tald- ar kr. 6000 um áramót 1929 — 1930. Þessar skuldir eru framkomnar á 16 árum, að nokkru fyrir auglýsingar, en mest ])ó hjá kaupendum úti á landi. Um 800 eintök að meðaltali hafa verið send út um land, og of víða kemur það fyrir, að allir greiða hvern árgang með 3 krónum, hvort sem þeir eru í fiskideild eða ekki og hefir það þó verið margítrekað, að utanfélagsmenn greiddu ritið með krónum fimm, hvern árgang. Mun láta nærri, að tapist þannig árlega um 240 krónur. Svo og svo mörg eintök eru pöntuð, en við greiðslu er þess getið, að eigi seljist eða hafi selst nema nokkur hluti hins senda, en hið óselda er sjaldan endursent. í byrjun var svo fyrirskipað, að fiski- deildum væri sent ritið og ætlast til að formenn eða gjaldkerar útbýttu því og innheimtu, oft hefir það borið við, er þessir menn, annaðhvort hafa skrifað eða komið sjálfir með greiðslu, að þeir hafa látið þess getið, að þeir greiddu úr eigin vasa, væru ekki búnir að ná inn gjaldi o. s. frv. Vegna þess hve útistandandi skuldir eru orðnar miklar, var á nýafstöðnu Fiski- þingi ákveðið að skora á þá, sem ekki greiða »Ægir« ár eftir ár að gera skil fyrir 1. júli þ. á., þangað til verður ritið sent þeim, en ekki lengur, nema um semjist. Frá byrjun var greiðsludagur »Ægis« ákveðinn 1. júlí, en á síðari árum hefir eigi veriö auðið að miða greiðslu við þann dag, en æskilegt væri, að greiðsla fram- vegis kæmi fyrir 1. desember hvert ár, sökum reikninga félagsins, sem verður að loka 31. desembar, er þeir að réltu lagi eiga að vera til fyrir aðalfund, sem hald- inn er að öllu jöfnu um miðjan janúar. Öllum þeim mörgu, sem styrkt hafa ritið með skilvísi og auglýsingum er hér með þakkað og vonandi kemst lag á innheimtu hjá þeim útsölumönnum, sem við mesta örðugleika eiga að stríða — við inn- heiintu og þeir einstakir menn, sem ritið panta, verða að muna það, að það er ekki sent ókeypis. Oft hefir verið skrifað til manna með misjöfnum árangri. Fiskiþingið síðasta hefir nú samþykkt, að sama verð sé á »Ægi« fyrir alla — 3 — þrjár krónur, en þess ber að geta, að sú breyting verður ekki fyr en árið 1931 og er því hið sama verð á ritinu þetta ár eins og að undanförnu, 5 kr. og 3 krónur. F. h. Fiskifélags íslands, Sveinbjörn Egilson ritstjóri »Ægis«. Aflaverðlaun. Til þessa, (1. mars), hafa aflaverðlaun á yfirstandandi vertið verið þessi, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar línugufuskipa- eigenda og sjómanna. Stórfiskur 0,40 hvert kg. Smáfiskur 0,35 hvert kg. Lýsi 77x/a hvert kg. Samkvæmt þessu ber að reikna afla- verðlaun á línugufuskipum frá 16.—25. febrúar að báðum dögum meðlöldum svo sem hér segir: Af stórfiski kr. 6,81 af smálest. Af smáfiski kr. 5,25 af smálest. Af lýsi kr. 1,29 af hverjum 105 kg. _____________________________________(FB) Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.