Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 19
ÆGIR 45 sumar, og hélt hér kyrru fyrir um viku- tíma í bæði skiftin. »Carnegie« var tvf- mastrað seglskip, 20 ára gamalt, smíðað úr tré og með hjálparvél, sem sjaldan var notuð, nema þegar farið var úr höfn eða í. Skipshöfnin á »Carnegie« var 17 manns, og voru 9 þeirra vísindamenn. Foringi leiðangursins var J. P. Ault skipstjóii, sem nú hefir farist með þessu fræga skipi, sem hann hafði stýrt frá upphafi. Hann var hvorttveggja í senn ágælur sjómaður og mikill vísindamaður. Hann var glæsilegur í framgöngu, drengilegur og skemtilegur, svo sem þeir mega muua, sem kynni höfðu af bonum hér. í ágústblaði »Ægis« 1928 er mynd af skipinu er það lá hér í höfnog lýsing á þvf. Með skipinu fóru ýms merkileg skjöl viö- víkjandi rannsóknum og öll hin verðmætu verkfæri er við rannsóknirnar voru notuð. Skýrsla erindreka Austfirðingafjórðungs frá 1. okt. til 31. des. 1929. Á þessu timabili er afli lítill. Að eins aflaðist töluvert í október, en eflir þann mánuð ekkert, nema fyrri bluta desember að dálítið aflaðist i Fáskrúðsfirði. Að ekkert aflaðist i nóvember slafaði af gæfta- leysi, því fiskur var nógur úti fyrir Aust- fjörðum, hefði gefið á sjó. Fjórðungsþing fiskifélagsdeilda fjórðungs- ins var haldið 6. til 8. nóv., og var það fjölmennasta fjórðungsþing, sem baldið var á landinu, því þar mættu 11 fulltrúar. Eg reyndi að vinna að undirbúningi þess eftir föngum, bæði með þvi, að hvetja deildir og málsmetandi menn, til að senda því málefni og undirbúa þau, enda var þessu fjórðungsþingi veitt meira athygli fyrir austan en áður hafði verið, sem sýndi sig sérstaklega í því, að á fundum þess voru iðulega margir áheyrendur (stundum frá 20—30), sem fylgdust af alhygli með málunum. í nóvember var ætlun mín að ferðast nni suðurhluta fjórðungsins, en þá veikist ág af illkynjuðu kvefi, og lá rúmfastur nflan sfðari hluta mánaðarins og fram i desember, en eftir það voru engar ferðir, svo ferðalagið fórst fyiir. Þegar litið er yfir fiskveiðar ársins og borið saman við árið áður 1928, þá verð- ur heildar útkoman sú, að þorskaflinn er 3 þúsund skpd. minni þetta ár, þegar frá er dreginn aðkeyptur fiskur af útlendum skipum, en hann er 4400 skpd. minni en árið áður. Að aflinn er minni stafar aðal- lega af lélegri vetrarvertið á Hornafirði, og svo slæmum smábáta-afla í vor, á öll- um syðri fjörðum, frá Djúpavog og norður að Gerpi. Vélbátar stærri, munu yfirleilt hafa aflað líkt og árið áður, þó heldur minna, því þeim hafði fjölgað þó nokkuð á áripu, en smá- báta-afli var í góðu meðallagi og jafnvel betri á Vopnafirði, Bakkafirði og Langanesi. Fiskurinn var yfirleitt mjög magur og lifrarlítill fram eftir öllu sumri, og smá- ýsuafli mikill á smábáta, sérstaklega á Vopnafirði og þar fyrir norðan, svo að því leyti mun verðmæti aflans yfirleitt hafa verið minna þetta ár, en árið áður. Ég set hér útdrátt úr aflaskýrslunum á Austurlandi á þessu ári, svo allir sem lesa þetta geti séð hvernig útgerðin er á Aust- landi á hverjum stað og í heild. Skýrslunni hef ég náð svo ábyggilegri sem hægt var, enda held ég að reiða megi sig á réttmæti hennar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.