Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 14
40 ÆGIR 1 Arnarfirði var fremur tregur aíli i sumar, og haustaflinn brást algerlega. í Önundarfirði var hinsvegar góður afli í haust þegar gæftir leyfðu. Sömu- leiðis í Súgandafirðí. Hér við ísafjarðardjúp er haustvertíð- in rýr, sökum stöðugra storma, en ann- ars góður afli þegar til fiskjar hefir ver- ið farið. Hæstu hlutir i Bolungavík frá í sept- ember til jóla nerna um 400 kr., í Hnifs- dal rúmum 300 kr. og í Miðdjúpinu nokkuð á þriðja hundrað kr. Sumarafli i Steingrímsfirði varð mikill alls, þvi margt aðkomubáta stunduðu þar veiðar, en annars var fiskafli þar fremur rýr og fiskur gekk litt í fjörðinn fyrr en í haust. Færaveiðiskipin á Vesífjörðum öfluðu prýðisvel. Aflahæsta skipið er kútter Geysir frá Bíldudal (skipstjóri Kristján Árnason). Það fekk um 540 skpd. í þurfiski, en í fyrra um 500 skpd. 14—16 menn voru undir færi. Er þetta mesti afli, sem kunnugt er að fengist hafi á færaveiðiskip á Vest- fjörðum og víst annarsstaðar á landinu. Hæstur í fiskidrættinum varð á skipi þessu Ásmundur Jónasson, hinn sami og árið áður. Hann dró um 60 skpd. fiskjar. Pórður Jónsson, háseti á einu Patreks- fjarðarskipanna dró og um 56 skpd. i ár. — Sigurður Sigurðsson, háseti á Olivelte, var og litlu lægri en þessir. Patreksfjarðarskipin öfluðu nokkuru mnna en Geysir, »01ivctte« (skipstj. Ól- afur ólafsson) mun hafa fengið um 450 skpd., og er það ágætisafli. Síldveiði í relcnet var hér mjög treg í sumar, eins og kunnugt er, og var í rauninni lokið um miðjan ágúst, en gnótt síldar var um og eítir mánaðamótin júlí —ágúst, en þá var fyrst ekki leyfð sölt- un, og tunnuskortur hamlaði móttöku. Af stórsild var flutt út héðan um 2800 tn. Auk þess aflaðist mikið af smásild í vörpur, einna mest á Seyðisfirði, er sölt- uð var til útflutnings, og allmikið látið í íshús, því eigi fékkst nærri nóg til fryst- ingar af hafsíld. Rúmar 4000 tn. voru fluttar héðan út af síld þessari á vegum Einkasölunnar. Um miðjan september fór eg í leið- angur vestur á firði og alla leið að Látr- um. Náði eg saman fundi í Breiðuvík 15. septbr. og mættu þar flestir Látramenn og Kollsvíkingar. Aðaláhugamál Víkurmanna er nú að fá síma lagðan að Látrum og í Kollsvík. Það má heita lífsspursmál fyrir út- kjálkaplássin, sem búa við brimlending- ar og erfiða aðstöðu til samgangna að fá síma, og ætti þeir, sem búið hafa við síma, en áður verið án hans, að geta metið réttilega hagræðið og gagnið, sem símasambandið veitir afskekktum bæjum. Á Látrum er einkar blómlegt hverfi, 4—5 bændur, og efnahagur yfirleitt góður. Erlendur bóndi þar er einn af þe.ssum kjarnmiklu útkjálkabændum, smiður, skytta, sjósóknari og landbóndi, athalna- og fjár- aflamaður. Annað. sem Vikurmenn lögðu áherzlu á, var að fá ofurlítinn styrk til að lag- færa lendingu í Kollsvík. Þar er talin þrautalending utan Blakks, en þarf að sprengja flúðir nokkru framan við fjöru- boið og ýmislegt fleira. Á Patreksfirði hélt eg fund 17. septbr. og var hann heldur fásóttur. Á fundinum var mest rætt um vátrygg- ingu opinna vélbáta. Skoðanir fundar- manna hnigu að vísu eindregið í þá átt,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.