Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 13
ÆGIR 63 aðinn um þær en gert er. ÞaS er „magnet- an“ (kveikjan). Áhald þetta gefur frá sér rafmagnsneistann, sem kveikir í brenslu- nevtinu. Þetta er viðkvæmt áliald. En meðferðin á því er slæm. En þar er nokk- ur vorkunn. Sumir skrumauglýsendur gefa það út, að kveikjurnar séu vatnsþétt- ar. En reynslan hefir sýnt að svo er ekki. Þær liafa, sumar að minsta kosti, orðið ó- áreiðanlegar (ónýtar þangað til þær hafa verið „undir kúr“ hjá fagmönnum) við það að fara í sjó (allar — eða í kaf —) og þó að reynt hafi verið að þrífa þær og þurka á heitum ofnum o. s. frv., þá liafa þær reynst gallagrgipir, sem enginn ætti að reiða lif sitt eða annara á. Það sem Joh. Svensson vélfræðingur og vélasali i Sala, Svíþjóð, skrifar um þessar kveikjur, bendir á, að þessarar reynslu beri að taka tillit til. Hann segir i Hók sinni „Om moderna bátmotorer“: •,Verndið hana (þ. e. kveikjuna) svo vel, sem frekast er auðið, fyrir vatni, olíu og óhreinindum“. Þó stendur í pésum hans Um vélarnar: „.... forsjmet med Bosh vattentátta högspannings magnet“. Og þetta segja margir seljendur. Hvers vcgna l>arf að vernda það áhald fjTrir vætu, sem alveg er vatnsþétt? — Því sumir segja: •,fullstándigt vattentátt —. Af því að það er það ekki — þess vegna þarf að verja það vatni. Það mun nú svo vera, að of viða sé um vanþekkingu að ræða á þessum lilutum, °g er það slæmt, en verra er það, að þar sem þekkingin er til, að hún skuli ekki vera notuð. Það er of mikið hugsunar- leysi. Það verður að gera vélarrúmin í þeim fiskibátum, opnum, sem rafkveikjuvél er h algerlega vatnsþétt. Svo þétt að neðan og °fan, að sjór geti ekki komist í þau, svo iengi sem báturinn er ofansjávar. Að búa svo um vélarrúm, að sjór kom- ist ekki í það, þegar bátur sekkur, eins og kemur fyrir undir legufærum, er senni- lega nokkuð dýrt, cn að afstýra því, að vél þagni sökum sjógangs eða að kveikjan skemmist við það að bát fylli, það er ó- dýrt og þarf ekki að þrengja neitt fyrir í bátnum fram yfir það, sein þessi óþéttu hús, sem nú tíðkast, en sem eru ekki til annars gagns en þess, að verja slettum ofan frá og eru því ónóg í þessu áminsta tilliti. Það mun kannske sagt verða, að það sé vani að ausa, þegar sjór slettist i hát. .Tú, það er vani. En hvar á að ausa, þcgar öll rúm eru orðin full af fiski, lóðahjóðum, hólfærum og uppihöldum? Með einni dælu, og lienni máske lélegri eða litt nýtri? Nei, ekkert dugir annað en að qera húsin alveq þéfl. Sé það gert, þarf ekki — eða, þá er ekki hægt að kenna sér sjálfum eða öðrum um trassaskap á þessu sviði — þó að illa fari. En vitanlega girðir jjetta ekki fyrir allar hættur, sem opnir hátar eru frekar undirorpnir en lokaðir, og mun síðar á það atriði minst. Til þess að benda á, live lítinn kostnað þetta — að gera vélaliúsin þétt — hefir í för með sér, skal ég levfa mér að skýra frá hvernig það er framkvæmt í bát, sem hér er verið að gera þessa umbót á, og sést þá um leið, að svona vélarhús þrengir ekki meira fyrir í hátnum en liin áður áminstu húsin. Bæði þverskilrúmin — fyrir aftan og framan vélina, sem nú eru alment gisnar „fiskifjalir“ -— eru gerð vatnsþétt. Sitt langskilrúmið hvorum megin vélarinnar; langgskilrúm eru fekl þétt við þverskil- rúm; ofan á undirlögin undir vélinni er gerður pallur frá hvoru langskilrúmi og út í súð hátsins, sömuleiðis vatnsfeldir við súð og langskilrúm. Við þetta myndast 2 stíur, sín hvorum megin við vélarhúsið, cn til ])ess að sjór sitji ekki í þeim, eru gerð göt á þverskilrúm fvrir ofan pallana, svo að sjórinn renni úr stíunum fram fyr-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.