Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 14
64 ÆOIR ir og aftur fyrir til dælanna. Svo er að sjálfsögðu vatnsþétt lok yfir, þannig út- búið, að opna má sVo lífið af lokinu og mikið sem þarf og vill (lokið í 4 lilutum). Húsið nær alveg á milli þóftanna, svo liægt sé að komast að til að setja í gang og til að taka vélina í sundur. Gangur er því beggja megin vélarinnar cins og áður. Efni fer lítið i þessa viðbót við gisnu fjal- irnar, en sjór kemst ekki að vélinni, nema að húsið brotni. Húsið er liaft svo bátt, að ekki renni sjór niður um lokið, eða neins staðar inn í það, þó bátinn fylli. Þó að þetta sé haft svona á þessum bát, þá liygg ég, að bcst væri að þilja alveg yfir þveran bátinn jafnhátt hástokkum (keipstokkuin) og svo þar yfir. Að því væri sú bót, að þó að bátinn fylti, þá út- rýmdist jafnmörg teningsfet af sjó eins og vélarrúmið er að teningsmáli, ]iar eð enginn sjór kæmist þar inn. Er það mikill þungi, scm báturinn þannig slyppi við að bera, og gæti það ásamt öðrum útbúnaði orðið til þess að báturinn svkki ekki, þó liann fylti. En slík er hin sameiginlega hætta fyrir alla opna bóta, hvaða vélar sem í þeim eru. Og er guðs mildi live lengi flýtur, jafn áköf og sjósóknin er. Það er augljóst, að ckki má mikið út af bera í misjöfnu veðri á hlöðnum, opnum bát úti á hafi. En þar eð sjómennirnir eru svo ötulir og djarfir að „sækja“ jafn ákaft og þeir gera á svona fleytum, ætti að at- liuga á hvern hátt hægast er að lykja þá. Þvi að svo er háttað víða, að nota verður litla báta, sem hægt er að setja sem oftast á land, og er því ekki hægt að hafa þar nokkuð stóra þiljubáta — vegna brim- lendinga og upp og ofan setnings. Ég veit um, að á tveim bátum liér hefir verið reynt að nota tjald yfir þá og liefir það reynst vel. Það mun kosta um 30—60 kr„ með járnrörbogum. Það er fljótsett yfir og er sá munur á tjaldinu, að lilöðum bót er þar fært með því, bæði i mótsókn og hliðarsókn, sem hinum er ófært án þess. En ekki hygg ég ráðlegt að liafa það yfir í roki á tónium eða léttum bát, enda verja litlu bótarnir sig léttlilaðnir svo að orð er á gert. Það er svo sjaldan að lilað- afli fáist, en oft hefir það komið fyrir, þegar veður liefir breyst snögglega, að þurft hefir að ryðja afla i sjóinn til þess að létta bátinn. Og er mönnum sárt um ]iað sem von er. En ég hygg að þess þurfi varla — að ryðja — þó að afli hjóðist og veður skessist, ef það áliald — tjaldið — er með — og notað. En aðalatriðið er, hvort ekki er vert að gefa þessu gaum vegna lífsins. Ég hefi minst á þelta hér af því að mér finst það þess vert, að það sé athugað. Og vona ég að einhver frömuður slysavarna- hugmyndarhiuar gefi því gaum til ýtar- legri athugunar og ummæla. Og enda þó ég hafi hér að framan látið í ljósi álil mitt og reynslu fyrir því, hvernig „skoð- unarlögunum“ er víða fylgt fram, þá álit ég' það best, að allir sjómenn liefðu það á eigin samvisku, að liúa sér sjálfir til lög i Jiessu efni, þvi að þeim myndu þeir hlýða bezt, og þó að reynsla sú sé ekki eins æski- leg og vera ætti, vil ég þó benda þvi til mætra manna, livort ekki myndi rétt að lögbjóða það, að búa svo vel um raf- kveikjuvélar i bátum sem þörf er á. Ég játa það, að það má virðast skritið af þeim sama manni, sem gefur í skyn að lögum um eitthvert atriði sé ekki lilýtt og að þau séu pappirsgagn, að sá hinn sami láti sér detta i hug að bæta við slik lög. — En hér er um það að ræða, sem er annars eðlis cn margt af því sem heimilað er með lögum Jiessum. Hér væri um nagl- fastan útbúnað að ræða, sem ekki væri hægt að trassa. Ég Jiekki þess engin dæmi, að t. d. liafi naglfastar járnplötur verið rifnar innan úr vélarrúmi í skipi, eftir að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.