Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 4
54 ÆGIR til London sem verslunarerindreki ís- lands. Yar hann þar þangað til um sumar- ið 1920. Kom þá heim og tók við banka- stjórastörfum, en sagði þeim af sér 1. okt. um haustið. Síðan gegndi hann hér ýmsum trúnaðarstörfum, um tveggja ára skeið, en þá var líkamsheilsa lians á þrot- um eftir langan og strangan erfiðisdag. Sigldi hann þá til Kaupmannahafnar að leita sér hvíldar og dvaldi þar þangað til sumarið 1925. Kom hann þá heim aftur larinn að heilsu og kröftum og dvaldi liér i Reykjavík síðan. — Hann andaðist 22. janúar 1930. Þess má geta, að meðan Björn rak versl- un, var þvi viðbrugðið hvað liann var lip- ur og áreiðanlegur. Hann lét sér mjög anf um að koma á vöruvöndun og jafnrétti i verslunarsökum milli fátækra og ríkra, að ijirgja verslanir sínar vel að nauðsynja- vörum, en um óhófsvörur lét liann sér litt gefið og varð fyrstur íslenskra kaup- manna til þess að hætta að versla með á- fengi. Var þó sú verslun talin arðvænleg- ust á þeim dögum. Hann átti og góðan þátt í því að danska stjórnin gerði samn- inga við Spánverja um sölu á fiski og varð það íslendingum til stórhagnaðar, eins og kunnugt er. — Mörgum trúnaðarstörfum gegndi liann um æfina, öðrum en þeim, sem hér eru talin, átti t. d. sæti i Verð- lagsnefnd og í Yerslunarráði Islands. Björn Sigurðsson var tvígiftur. Fyrri kona lians Guðrún dóttir Jóns Guðmunds- sonar kaupmanns i Flatey. — Seinni kona lians Cliristine M. Jaeobsen, dótturdóttir Fr. Svendsen kaupmanns í Önundarfirði. Þrjú uppkomin hörn Björns eru liér í hænum: Sigurður B. Sigurðsson kaup- maður, Ingibjörg bankaritari og Guðrún, nemandi i Mentaskólanum. „Standard skip“. A síðasta Fiskiþingi var eftirfarandi til- laga borin upp og samþvkt: „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifé- lagsins að hlutast til um, að fengnir verði samræmdir (standard) uppdrættir að skipum og bátum frá lielstu skipasmíða- stöðvum á Norðurlöndum, og öðrum þeim skipasmíðastöðvum, sem kunnar eru að því, að smíða góð og nothæf skip, á- samt uppkasti að byggingasamningi skipa og útboðslýsingu. Plögg þessi liggi til sýnis á skrifstofu Fiskifélagsins i Reykjavík, og ennfremur hjá fjórðungserindrekunum". Fiskiþingið, 27. janúar 1930. Kristján Jónsson. N. Ingvarsson. Geir Sigurðsson. I. Þetta er orð, sem komst inn á síðasta Fiskiþing og gat eins vel lieitið „Normal- skip“ eða „Munsturskip“, sem mun líkast íslensku, þar cð Sigfús Blöndal liefur orð- ið „munstur" og ekki annað að sjá en, að hann taki það sem gott og' gilt. IJvernig orð þetta er hingað komið er liægt að rekja, en verra viðureignar er það eða verður, þegar menn fara að spyrj- ast fyrir á skrifstofu Fiskifélagsins hvað sé hér meint, því skýringu var ekki auðið að fá hjá þeim, sem fluttu það inn á þing- ið og verður þá ógreitt um svör hjá þeim, sem ekki vita hvað meint er, og afleitt á skrifstofu Fiskifélagsins að geta ekki leyst úr spurningum, sem áhræra skip og' báta. Mundi það þykja snubbótt frammistaða i Búnaðarfélaginu, ef bændur, sem þangað leituðu ráða eða upplýsinga, gætu ekki fengið þau svör, sem þeir eiga heimtingu I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.