Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 15
ÆGI ft 65 búið var, lögum samkvæmt, að láta þær þar til að afstýra brunahættu. Sjómcnnirnir íslensku eru svo mikill máttarstólpi þessa lands, verkið sem j)eir verða að i nna af liendi til þess að þessi þjóð geti lifað, er svo mikið, augun, sem á þá vona, eru svo mörg, hjörtun, sem slá fyrir velferð þeirra og lífi, eru svo kviðin og lirædd, sárin, sem sviða og tárin, sem falla, þegar þeir hníga i valinn á vígvelli sínum, eru svo viðkvæm og sár, að is- lenska þjóðin má engan þeirra missa með- an lieilsa þeirra og kraftar leyfa þeim að starfa til blessunar og sóma fyrir ættjörð- ina. Þingeyri, í des. 1929. Sig. Fr. Einarsson. Skipstrand á Mýrum 21. mars. Skipverjar ná landi í Sandgerði eftir mikla hrakninga. Annan vélstjóra kól til bana. Föstudag 21. mars sást til togara fram undan Hjörsev á Mýrum, er þar var slrandaður. Þegar fregnin íjarst hingað var Ægir sendur til bjargar. Er Ægir koin á strandstaðinn var skipið mannlaust og vissi enginn livað af skipshöfninni hefði orðið. Gerður var út leiðangur á Mýruin til þess að g'anga á fjörur og skygnast eftir strandmönnum. En Ægir kom liingað við svo Ijúið og vissi enginn livað af skips- höfninni liafði orðið fyr en kl. 2% 22. þ. ui. Þá komu strandmennirnir róandi á björgunarbál nuni til Sandgerðis. Skipið sem strandaði þarna er togar- bni „Edvardian“ frá Grimsby. 11 komust lífs af — einn fraus í hel. Skipverjar voru 12, en er til Sandgerðis kom, var einn þeirra liðið lík. Er skipshöfnin hafði fengið nauðsyn- lega aðhlynningu og hressingu i Sand- gerði, voru þeir ellefu sem komust lífs af, fluttir liingað til bæjarins á bílum. Komu ]ieir liingað um kl. 10 og' fengu gistingu á Ilótel Heklu. Er þangað kom liafði Morg- unblaðið tal af skipstjóra og 1. stýrimanni og voru báðir allveg liressir eftir sjóvolk- ið. Frásögn þeirra var á þcssa leið: Við liöfðum verið að fiski, vestur undir Jökli nokkra daga. Á mánudaginn gerði ofsarok svo, að ekki var hægt að stunda veiðar. Héldum við því til Akraness og lágum þar í norðangarðinum. Á föstu- dagsmorgun, um kl. 11 lögðum við þaðan út í Flóann. Yar á liríðarveður og livass- viðri af norðaustri. Er við liöfðum siglt 15 sjómílna leið kendi skipið snögglega grunns á skeri, sem er 7 mílur undan Hjörsey. Kveðst skipstjóri hafa haldið að þeir væri langt frá landi. Þetta var kl. liálf eitt. Dýpið var þarna tveir faðmar miðskips, en aftan við skipið var 4l/-> faðm. dýpi. Settum við því fulla ferð aftur á bak. — Var vélin og skrúfan i lag'i, og reyndum við í tvær klukkustundir að komast af skerinu, árangurslaust. Sjór var kominn í lestir, kolarúm og vélarúm. Ivl. 4 var fjar- að svo undan skipinu að sá á skrúfuna. Okkur leist nú ekki á að dvelja þarna lengur, og fórum því allir í skipsbátinn kl. 4. Tókum við með okkur matvæli, als- konar fatnað og vatn í katli, tveim lieil- flöskum og einni hálfflösku. Enn fremur liöfðum við með okkur eldfiugur og neyð- arljós. Við komumst undir cins að raun uni, að ógerlegt var að ná landi á Mýrum og ætluðum því að reyna að ná Akranesi. Rétt fyrir myrkrið fór Ægir hjá okkur á leið sinni á strandstaðinn. Skipverjar á Ægi urðu okkar ekki var-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.