Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 11
ÆGIR 177 vond vinna, eins og gefur að skilja. Oft- . ast voru það aðrir en sjómennirnir, sem báru upp aflann og gerðu að honum, einkum kvenfólk. Seinna voru bygð fisk- byrgi við sjóinn og farið að reiða upp fiskinn í kláfum. Guðm byrjaði á því fyrstur manna. Keypti til þesS hest aust- an úr Flóa. Þótti enginn nógu duglegur á Eyrarbakka. Það voru alt fjöruhestar, gengu úti í fjörunni á vetrum. — Fyrir að bera upp fiskinn, hausa, slægja °g þvo, var borgaður tíundi hver fiskur, en tuttugasti hver fiskur var lálinn fyrir aðgerð eingöngu, eða að bera upp. Kvenfólk bar venjulega upp tvo hluti, stundum þrjá eða jafnvel fimm. Flestar gerðu að líka. Karlmenn flöttu fiskinn. Ekld var þá siður að þvo fiskinn eftir flatningu. Þegar farið var að reiða fisk- ^nn upp, tóku konur oftast fjóra hluti «1 flutnings. Fyrsta breytingin, sem Guðm. gerði á veiðiaðferðum var, að hann lét aðra beita lóðirnar, en hásetana, og hafði tvennar lóðir, og lengri en tíðkast hafði ^ður. Strákar voru ráðnir upp á hálfan fllut til þess^að beita, og voru þeir nefndir beitudrengir. Fótti mönnum gott að fá þannig atvinnu fyrir stráka sina. Þegar nienn sáu, að Guðrn. lánaðist þelta vel komu ileiri á eftir. Hagurinn var auð- s*i'. Með þessu móti var hægt að róa miklu oítar á dag, þegar gæftir voru og nsegur fiskur, enda var oft róið fjórum, fimm — og jafnvel sex sinnum, í stað einusinni og tvisvar áður, enda barst °ft mikill fiskur á land, þegar bátum tók að fjölga. Yenjulega var það haft þannig, þegar margróið var sama daginn, að menn seiluðu fiskinn og skildu svo einn hásetanna eftir í landi til þess að skifía, og reru svo strax aftur. Oít voru fOO í hlut á dag, þegar oftast var róið. Mestur hlutur á dag, sem ég man eftir var 165. Pað þóttu svo mikil tíðindi að þess var getið i blöðum um þær mundir, enda var skipt i 16—17 staði. Guðm. jók fljótlega útveg sinn á Eyr- arbakka, fékk nýja báta og formenn f}rrir þá. Átti um tíma í mörgum bátum. Aðrir fjölguðu báturn líka, enda óx út- gerðin ört. Það Iiðu ekki mörg ár, þar til hér gengu 33 tírónir hátar í stað 4. Það hefur verið mest útgerð hér á Eyr- arbakka. Mest var sjósókn Guðmundar árin 1875—1882, en alla tíð var hann sjósóknari mikill og jókst sjósókn manna mjög fyrir hans forgöngu, svo sem áður er sagt. Hann var fiskimaður ágælur, athugull sjómaður og mjög veðurglöggur. Fóru aðrir því töluvert eftir honum. Hann þótti framúrskarandi stjórnari, einkum í brimi. Par fór enginn fram úr honum, enda jafnan viðbrugðið stjórn hans í brimsundunum á Eyrarbakka. Orð lék á því, að sjómannakonur væru óhræddar um menn sína, ef þeir voru hásetar hjá Guðmundi á Háeyri og al- kunnug eru orð Bergs heitins í Kálf- haga: »Það er óhælt upp á lifið, að róa hjá honum Guðm. á Háe}'ri og líklega fiskar hann kallinn, en aðköllin og ó- sköpin!« Guðmundur þótti nfl. ekki altaf mjúkur í orðum, eins og títt er um skapmikla áhuga- og kappsmenn. En altaf varð honum vel til manna, þó ströng þætti stjórnin. Hann hafði oft sömu hásetana svo árum skifti. Af öðrum störfum Guðm. í þágu út- gerðarinnar má nefna, að hann var einn slofnandi fiskiveiðasamþyktar fyrir Stokkseyri og Eyrarbakka og ennfremur einn forgöngumaður og stofnandi »Á- byrgðarsjóðs opinna róðrarbáta fyrir Ár- nessýslu«, sem enn starfar og er orðinn sæmilega öflugur. Þá má og geta þess, þó ekki komi það útgerð beinlínis við, að Guðm. lét byggja öflugan varnar- V

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.