Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 10
176
ÆGIR
Guðmundur ísleifsson
áttræður.
Guðmundur ísleifsson á Stóru-Háeyri
varð áttræður á öndverðu þessu merkis-
ári. Þess hefir þegar verið minst í blöð-
um, en mér finst vel við eiga, að »Ægir»
minnist þess einnig. Ég ætla mér þó ekki
að rita hér æfisögu Guðm. — Það tel
ég mér ofraun, heldur minnast hans ein-
göngu í sambandi við útgerð og sjósókn
á Eyrarbakka, og þá fyrst og fremst að
segja frá breytingunum, sem urðu í þeirri
atvinnugrein, við komu Guðm. til Eyrar-
bakka, og starf hans þar fyrri hluta
æfinnar.
Guðmundur fluttist alfarinn hingað til
Eyrarbakka á krossmessu vorið 1871-
Fór hann þá vinnumaður til þeirra Thor-,
grímsensshjóna. Hafði verið hjá þeim 1
tvær vertíðir áður. Hjá Thorgrímssen var
hann svo þar til 1873, að hann fluttist
til Þorleifs Kolbeinssonar á Stóru-Háeyri,
sem síðar varð tengdafaðir hans. Þar
byrjaði Guðm. formensku, fyriráeggj-
an Þorleifs. Hann hafði róið 4 ver-
tíðír áður, 2 frá Eyrarbakka, þegar
hann var hjá Thorgrímssen og 2
suður á Miðnesi. Formaður Guðm.
á Eyrarbalcka var Jón Jónsson, sem
kallaður var sterki, dugnaðarmaður
og heppinn formaður. Guðm. mun
hafa verið tregur til að takast á hend-
ur formenskuna, en lét þó tilleiðast,
því Þorleifur sótti það mjög fast.
Hann mun hafa verið framsýnn þá,
eins og oftar, gamli maðurinn, því
Guðm. aflaði vel, strax þessa fyrstu
vertíð, þrátt fyrir 5 vikna gæftaleysi,
að Þorleifur sagðist aldrei hafa feng-
ið jafnmikinn fisk á æfi sinni, og
hafði þó oftar haft marga hluti. Guðm.
tók við búinu á Háeyri vorið 1874
og byrjaði svo formensku fyrir sjálf-
an sig næstu vetrarvertíð, og hélt
því svo áfram, að undanskildum
nokkrum árum, sem hann fékst við
verzlun, þar til vélbátarnir komu og
útrýmdu opnu skipunum að mestu.
Síðast var hann formaður árið 1915—16.
En alt af hefir hann átt einhverri þátt í
útgerð, þar til nú fyrir tveimur árum,
að hann seldi róðrarskip, sem hann hafði
átt lengi og oftast gert út á vertíðinni.
Þegar Guðm. byrjaði formensku gengu
að eins 4 bátar frá Eyrarbákka. Veiðar-
færi voru lóðir. Þá var siður, að hver
sjómaður beitti sína lóð heima hjá sér.
Aflanum var skift í fjöru og síðan bor-
inn upp á bakinu og heim til eigand-
anna og þar gert að honum. Það var