Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 19
ÆGIR 185 Þorskur gengur milli Grænlands og íslands. Almenningi hér, fiskimönnum að minsta kosti, mun kunnugt um það, að um langt skeið, eða síðan 1904, hefir verið merkt öðru hvoru hér við land all-margt af þorski, í þeim tilgangi, að fá einhverj- ar upplýsingar um göngur þessa fisks, og þá líka um það, hvort hann mundi fara héðan til annara landa. Merkingar þessar hafa verið framkvæmdar af Dön- um, eða að þeirra tilhlutun (á »Þór«), eins og liður i samþjóða fiskirannsókn- um þeim sem þeim var falið að gera hér við land, þegar þessar rannsóknir komust í framkvæmd (1903) og fram- kvæmdastjóri þeirra hefir ávalt verið Johannes Schmidt, prófessor, forstöðu- maður Carlsbergs-rannsóknarstofunnar í Kaupmannahöfn. Nokkur þúsund þorska hafa verið merkt og allmargir þeirra endurveiðst, en enginn fyrir utan íslenzk- ar fiskileitir, eða við nágrannalöndin, svo að menn viti. Jafnframt þessu tóku Danir að merkja þorsk við Grænland; fyrst sumarið 1924 og svo öðru hvoru síðan, alls nálega 2000 fiska, í sama augnamiði og hér við land, °g hafa nokkurir þeirra endurveiðst. Fyrstu árin veiddust þeir að eins í nánd við staðina þar sem þeim var slept, en það var SV-strönd Grænlands milli 60. °g 65. breiddarstigs. En 23. marz 1927 gerðist sá merkisviðburður, að fiskur weð merki, sem sett hafði verið á hann við Sukkertoppen (65°) sumarið 1924, veiddist á Köntunum í Faxaflóa á skip- inu »NamdaI«, Skipstjóri Stefán Jóhanns- son. En þar sem svo leið Iangur tími, að ekki fengust fleiri merki frá Græn- landi, þótti ekki rétt að birta neitt um Það, því hugsanlegt var, að einhver mis- gáningur værj um þetta. En í vetur og vor er leið er tekinn af allur efi um það, að þorskur frá Grænlandi liefir heimsótt íslenzkar fiskileitir, þvi að fimm þorskar, merktir við Grænland, einn 1928 og fjór- ir 1929 hafa veiðst á íslenzkum skipum við vestur- og Norðurland, á svæðinu frá Barða að Gjögurtá, eins og Schmidt hefir skýrt frá í síðasta (7.) tbl. Ægis þ. á., bls. 165—66, og siðan bætst við einn, merktur 1926 við Godthaab og veiddur hér í Víkurál út af Patreksfirði 8. maí s. 1. Mér er ekki kunnugt um, hve margir fiskar voru merktir við Grænland 1929, en þeir hafa varla verið yfir eitt þúsund, af þeim hafa 4 veiðst hér, og sennilega hafa fleiri merktir verið á terðinni, en þeir sem veiddust. Ennfremur er senni- legt, að eitthvað, ef til vill miklu fleira, hafi verið með af ómerktum fiski vest- an að, þvi að gera má ráð fyrir þvi, að þeir þúsund fiskar eða hve margir þeir nú voru, sem merktir voru 1929, hafi að eins verið fæstir af þeim fiskum, sem þar voru í sjónum. Það virðist því svo, sem allmargt af fiski hafi farið milli Grænlands og Islands, einhverntíma seint á árinu 1929 eða snemma á árinu 1930, og úr því þetta hefir gerst i þetta eða þessi skifti, þá er liklegt, að það hafi gerst eða gerist oftar og það jafnvel í dálítið verulegum mæli, einkum í árum eins og hinum síðustu, þegar hlýindi voru óvenjumikil í sjónum, langt norð- ur um höf og ís með minsta móti, þó að ekkert sé reyndar enn auðið að segja með vissu um það. Schmidt getur þess til, að fiskur þessi hafi gengið til hrygningar frá Grænlandi til íslands, því að eftir stærðinni að dæma hafa þeir allir getað verið æxlunarþrosk- aðir, og má vel vera, að það hafi verið erindi þeirra. En hvar hafa þeir þá ver-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.