Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 4
170 Æ G I R Sigurður Pétursson skipstjóri á »Gullfoss« 50 ára 12. ágúst 1930. Fyrsta viðkynning Sigurðar Péturssonar frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, af sjón- um, var sú, að hann réri með föður sínum vertíðina 1894 og var þá legið við suður í Leiru. Næstu vertíð var hann á galeas »Hjálm- ar«, sem faðir hans og fleiri áttu. Hét það skip áður »Marie Funder«, var keypt í Danmörku 1892 og var hér fyrstur eig- andi Jón Bentsson frá Flatey. Bað skip fórst í Faxaflóa í ofsaroki þvi, sem gekk yfir Suðurland og víðar 12—13. septemb. 1906. Skipstjóri á »Hjálmar« var þá Runólfur ólafsson og með honum var Sigurður, þar til hann lét af skipstjórn. Árið 1899 tók hann hið minna stýri- mannapróf við Slýrimannaskólann i Reykjavík og seinna, hið almenna danska stýrimannapróf í Kaupmannahöfn, sem veitti réttindi hér, þótt íslenzka prófið gilti eigi í Danmörku. Skipstjóraskírteini á íslenzkum skipum í innanlandssiglingum, öðlaðist hann 1903 og í utanlandssiglingum árið 1906, danskt stýrimannaskirteini 1910 og danskt skip- stjóraskirteini 1912. Á kútterum var hann stýrimaður árin 1902 og 1903 og skipstjóri árin 1904. 1905 og 1906 (»Milly«). Stýrimaður á Faxafióabátnum »Ingólfi« var hann árin 1907, ’08 og ’09, síðan á strandferðaskipinu »Austra« 1910, ’ll og ’12, svo stýrimaður á gamla »Mjölnir«. Sumarið 1914 stundaði hann »Radió- nám« í Svendborg í Danmörku og fékk skírteini sem »Radíótelegrafisti« á »Or- l(igsværftinu« í Kaupmannahöfn 1914. Þá var »Gullfoss« í smíðum og fyrir skipstjóra varð að sjá. Mun þá framkv,- stjóri E. Nielsen hafa haft augun með framkomu Sigurðar og litist vel á hana og manninn. Fór hann þar ekki villur vegar, frekar en í öðru, og hefir aldrei þurft að iðra valið á hinum fyrsta skip- stjóra »Eimskipafélags íslands«. Hinn 27. marz 1915 var Sigurður lög- skráður skipstjóri skipsins í Kaupm.höfn og hefir siðan fylgt þeim fjölum, landi og sér til stórsóma. Hefir hann þessi 15 ár fyllifega sannað, að hann er hinn rétti maður á réttum stað. Á stríðsárunum fór hann með »Gull- foss« 18 ferðir til Ameríku (New-York). Voru þær sjóferðir hinar ægilegustu. sökum kafbáta, sprengiduíla og íss, þótt úr minni manna séu liðnar nú. Alls hefir »Gullfoss« undir stjórn Sig- urðar Péturssonar, farið 156 ferðir milli landa, að meðtöldum Ameríkuferðunum, talið til afmælisdagsins 12. ágúst þ. á. Skipstjóri Sigurður Pétursson er yfir- lætislaus maður, sem fer sína lifsbraut án krókaleiða. Hann hefir nú siglt »Gull- foss« i 15 ár og á þeim tíma aflað sér virðingu allra þeirra, sem honum hafa kynst, frá þeim æðst setta til hins lægsta og vel hefir hann farið með það skip, sem hér var fagnað hinn 16. apríl 1915 er »Gullfoss« kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn, íslenzk eign með íslenzkri áhöfn. Trausti því, er honum var sýnt þann dag, hefir hann aldrei brugðist. Skömmu eftir að »Gullfoss« hóf ferðir, var þess getið í erlendum blöðum hve snyrtilega væri frá öllu gengið á hinu nýja islenzka skipi. Það var betri auglýsing fyrir ís- lenzku sjómannastéttina en menn alment hugsa, og hver, sem getur aflað þeirrar auglýsingar okkur til handa, vinnur fag- urt og þarft verk. Það hefir verið hljótt í blöðunum um Sigurð Pétursson og ferðir hans og þótt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.