Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 15
ÆGIR 181 Fundið lík Andrée loftfara? Fréttastofunni hefir borist skeyti um, að skipverjar á norskn fiskiskipinu »Brat- vaag« hafi þann 6. ágúst fundið lík tveggja manna á Viktoríueyju við Franz- Jósefsland. Voru þau litt sködduð og mátti sjá, að þau höfðu verið alklædd. Af bók, er var í vasa annars mannsins, niátti sjá, að það var lík sænska norð- urfarans S. Andrée, sem ásamt tveim löndum sínum. Fránkel og Strindberg, lagði af stað í loftbelg frá Spitzbergen í júlí 1897 í þeirri von að komast til norð- urpólsins, en þeir hurfu í norðurhöfum. I síðari skeyli til FB. segir: Á dagbókar- blaði er staða loftbelgsins sögð 83 gr. nl. br. og 33 austl. 1., og hefir loftbelgurinn ekki lent á White Island (fyrra skeytinu Victoria Island). Ætla menn, að leið- angursmenn hafi lent á ísnum og dregið ið bútinn á sleða yfir á eyjuna. Byssur Andrée voru mjög slitnar, og bendir það bl þess, að þeir hafi notað þær mjög vetrarmánuðina. Leifar af bjarndýrs- skrokki hafa fundist nálægt bækistöðinni. — Likin voru flutt á »Bratvaag« af dr. Horn, form. norsks vísinda-leiðangurs. Salomon August Andrée, sænskur verk- fræðingur var fæþdur 18. október 1851. Hann var kennari í verkfræði við há- skólann í Stockhómi. Árin 1882—’83 var hann við veðurathuganir, ásamt fleirum, á Spitzbergen og hafði þar vetrarsetu. Árin 1886—’89 var hann yfirkennari við »Tekniska Högskolan;« er eftir hann, frá þeim árum, fjöldi vísindalegra ritgerða. Árið 1882 fékk hann ríkisstyrk til þess að nota flugbelgí (Ballon) í þarfir vís- mdanna, fór sjálfur í þeim og gerði ýms- ar merkar uppgötvanir og var djarfur flugmaður. Eftir að hann fann upp að- ferð til að stýra flugbelgjum með köðl- um, sem dregnir voru, ásamt seglum, lagði hann fram áætlun um ferð norður að heimskanti, þar sem flugbelgur væri farartækið; var það árið 1895. óskar konungur annar og A. Nobel, ásamt fleirum, styrktu fyrirtækið ríkmannlega og sumarið 1896 fór Andrée til Spitzberg- en og hafði með sér ágætan flugbelg (Ballon), sem hann nefndi »Örninn«. Á »Dansköen« við Spitzbergen reisti hann hús fyrir belginn og þar var hann fyltur. slæm veðrátta hamlaði þvi, að lagt yrði af stað og sneri Andrée heim við svo búið, en næsta sumar kom hann aftur til Spilzhergen og hafði í för með sér, þá K. Frænkel og N. Streindberg og 11. júlí 1897 lögðu þeir af stað í flugbelgn- um og har vindur þá í norður, en síðan hefir ekkert til þeirra spurst, að undan- teknu þvi, að bréfdúfa kom með boð frá Andrée. sem hann sendi 13. júlí 1897; var hann þá staddur á 82° nl. br. Það er hið siðasta, sem fréttist þar til nú, að likin finnast. Leitað var á Grænlandi og Síberiu að Andrée, eftir að grunur komst á, að slys hefði orðið, og er ekkert fanst, voru þeir félagar taldir af á öðru ári eftir burtför. Síðan eru liðin 33 ár. Sænska stjórnin hefir ákveðið að senda fallbyssubátinn »Svensksund« til þess að sækja lík Andrée og félaga hans og flytja þau til Sviþjóðar. Adolf Hoel docent hefir látið í ljós þá skoðun, að alt sem fund- ist hefir á Hvíteyju og snertir Andrée- leiðangurinn, ætti að afhendast sænsku stjórninni. Telur hann hér vera um ein- hvern hinn merkilegasta fund að ræða, sem sögur fara af. (Adolf Hoel er norsk- ur jarðfræðingur, f. 1879, varð 1919 do- cent í jarðfræði við háskólann, og hefir tekið þátt í mörgum vísindaleiðangrum til Spitzbergen).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.