Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 22
188 ÆGIR Skipastóll heimsins heíir aukist að »brúttó« smálestatali um 50% síðan 1914, og er nú talinn 68 milj. Eru að eins talin í þessari tölu skip, sem eru yfir 100 smál. að stærð. Efst á blaði er Stóra Bretland og írland með 20,3 milj. smál., þá Bandaríkin með 13,1 milj., Japan með 4,3 milj., Þýzkaland 4.2, Noregur 3,7, Frakkland 3,5, Italia 3.3, Holland 3,1, brezkar nýlendur 2,8, Sviþjóð 1,6, Grikkland 1,4, Spánn 1,2, Danmörk 1,1, og önnur ríki til samans 4,4 milj. Skipastóllinn hefir aukist alstað- ar nema í Þýzkalandi, þar hefir smá- lestatal verzlunarskipa færst niður um 900 þúsund. Skiptapi. Norska síldveiðaskipið »Arizona« frá Haugasundi, hvolfdi á Húnaflóa út af Skaga, hinn 4. ág. s. 1. Skip, sem »Fulton« heitir, sem saltar síld utan landhelgi, bjargaði skipsmönnum. í símskeyti til eigenda skipsins segir skipstjóri svo: »011 skipshöfnin fer heim með »Sado«. 1 skipinu voru 390 tunnur síldar og 1600 krónur í peningum, sem teknar voru út í útbúi Landsbankans á Akureyri fyrir sölu á 40 smálestum af nýrri síld. Allt, sem skip og skipshöfn átti tapaðist. »Fiskeren« 13. ág. 1930. Hvalur í síldarnót. Nýverið kom það fyrir, að hvalur kom upp í nót, sem búið var að kasta. Síld- veiðaskipið »Hænir« (áður ísbjörn) frá Reykjavík hafði kastað nótinni, og er því var lokið, kom upp hvalur í henni, sem synti nokkra hringi innan um sild- ina, sem í henni var, stakk sér síðan og synti út úr nótinni, sem hann reif og öll sildin á eftir. Fiskverðið Síðast i ágúst er verð á þurfiski þetta: Austurlandsfiskur kr. 110 skp. 7* verk- að 32 stk. í pakka. Vesturlandsfiskur kr. 104—105 skp. SA verkað 32 stk. i pakka. Labradorfiskur kr. 76 skp. Eftirspurn talsverð. Skeyti frá »Bodö« 22. ágúst 1930. Birgðir 2. ágúst 41,000 smál. Dagsverð kr. 10,90 fyrir 20 kilo. Verðið bækkandi. Aih. í Noregi er verðið miðað við fisk- inn lausann i húsi. Frystur fiskur til Barcelona. í júlímánuði komu alls 310 smálestir (ton) af frystum fiski á Barcelonamark- aðinn frá íslandi. Fyrsta sendingin var éigi uppseld hinn 4. ágúst og er svo sagt, að sala sé dræm; má kenna nokkru um, hve hitar voru miklir, svo eigi var auðið að halda fiskinum óskemdum, eftir hann var tekinn úr kælihúsunum. Hvalveiðar. Tveir norskir hvalveiðabátar komu til Reykjavíkur um miðjan ágúst. Hafa þeir verið að drepa hvali út af Faxaflóa og Breiðubugt. Hafði annar þeirra náð 40 hvölum, en hinn yfir 30. Um 600 smál. gufuskip liggur úti á hafi og tekur á móti veiðinni. (Eftir samtali við skipverja). Síldveiði hefir brugðist mjög tilfinnanlega við Skotlandsstrendur í sumar og eins við Hjaltland. Þar hefir verðmæti veiðinnar orðið 223000 sterlpd. minna en i fyrra. Sumir ætla, að síldin hafi horfið frá Hjaltlandi vegna þess, að þar hefir orðið vart við afarmikla mergð smokkfiska. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmitSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.