Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 16
182 ÆGIR Nýr togari. Hinn 24. ágúst þ. á. kom nýr togari til Hafnarfjarðar. Heitir skipið »Garðar« og er eigandi kaupm. Einar Þorgilsson. Skipið er smíðað af Smiths Dock Co. Ltd- i Middlesborough. Það er 450,66 brúttó rúmlestir. Lengd 155 ensk fet. Breidd 26 — — Dýpt 15 — — Það er stærsti togari á landinu. Hásetaklefi er mjög rúmgóður, bjartur og vel loftræstur; eru í honum 27 hvíl- ur, 16 fataskápar, 3 þvottaskálar fyrir háseta ásamt 2 speglum. Undir hvalbak eru 2 skápar fyrir hlífðarföt háseta. Miðskips er skipstjóraherbergi með baðldefa og salerni. Aftan við stýrishúsið er loftskeytaklefi og miðunarstöð og i stýrishúsinu er dýptarmælir (Echo Sounder). Káela er aftur í og þar eru hvílur fyr- ir 4 menn, herbergi fyrsta vélstjóra fyrsta stýrimanns og tveggja kyndara og svo búrið. í káetu er þvottaskál fyrir þá, sem þar búa, og á skipinu eru þrjú salerni. Borðsalur er á þilfari fyrir aftan eld- húsið. Lifrarbrœðsluhúsið er alt úr járni, sam- bygt skipnu. Allur útbúnaður á þilfari er ágætur. Vélin er 860 hestöfl, 158A''X 25" X 42"—27". Ketillinn er með yfirhitun og prýðilega frá öllu gengið. I skipinu eru 2 ljósavélar, 5 og 2,5 K.W. Legufæri eru miklu öflugri en alment eru á togurum. Þetta er hin helzta lýsing á þessu vandaða skipi. 1 blaði hefir þess verið getið, að skipið hafi kostað hátt á 600 þúsund krónur, segjum að það kosti tilbúið á veiðar, 600 þús. kr., er þá verð hverrar brútto smál. í þvi, 1333 kr. Sama hlutfall kemur fram á 24 smál. nýjum mótorbát, sem kostar 32 þúsund krónur, þar kostar einnig hver smál., 1333 kr.; sýnir það, að eftir þvi, sem nýsmíðuð skip eru minni, eftir því verð- ur hver brútto smál. dýrari. „Bjarnarey“. (Beeren Eiland). Þetta er litil ey í Norður-íshafi á hér um bil 74l/f° norður br. og 19° austur Igd. Ejrjan er á grunni, sem liggur suð- ur af Spitsbergen og er dýpi grunnsins um 100 metrar og undir. Suðurhluti eyjarinnar eru 400 metra háir hamrar og á austurhluta hennar er flatt fjall 544 metra hátt. Norðvesturhluti eyjarinnar er láglendi um 40—50 metra yfir sjávar- flöt. Sá hluti Atlantshafsstraumanna, sem nefndur er Nordkapstraumurinn fer sunnanvert við eyna, en að norðan koma kaldir straumar, sem færa með sér ís. Að öllu jöfnu er íslaust við eyna frá júní- mánuði. Meðalhiti ársins -*- 4,9 gráður. Eyja þessi fannst árið 1596 og var W. Barentz sem það gerði, en nafn sitt fekk hún eftir birni, sem þar var skot- inn. Skömmu síðar komu Bretar til eyj- unnar og nefndu hana »Cherie Island« og ráku þar miklar rostungsveiðar. Kol fundust, og höfðu Þjóðverjar þar námu- rekstur, en hættu við og yfirgáfu eyna. Miklar sögur hafa á síðari árum farið af aflabrögðum kringum eyna og 21. ágúst 1930, leggur togarinn »Hannes ráðherraa. í hina fyrstu ferð, sem farin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.