Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 18
184 ÆGIR Síld í smásölu. Það hefir mjög mikið verið rætt og ritað, hvað íslendingar notuðu lítið af sild til matar, jafn ódýr og næringar- mikil fæða og síldin er. Hér er ýmsu um að kenna. Alt fram að þessu höfum vér verið vankunnandi i öllum verkunaraðferðum á síld, og matreiðslu á ýmsum réttum úr henni, og sild hefir ekki fengist nema söltuð i heiltunnum, en það þykir flestum of mikið að kaupa í einu, á meðan þeir komast ekki upp á að hagnýta sér hana meira en nú gerist. Úr þessu hygst Jón Kristjánsson á Akureyri að bæta eftirleiðis, því að nú í sumar byrjar hann á innanlandssölu með ýmsar tegundir af síld, svo sem: Saltsíld i V1. 7*. XA, VB, Vs tunnum. Iiryddsíld í V2, V4, V6, V8 tunnum. Syk- ursöltuð síld í Vi, Vs, Vs tunnum. Reyk- söltuð síld í Vb, V* tunnum. Ennfremur hefir hann allar þessar sömu tegundir í 10, 5 og 4 kg. loftþétt- um blikkílátum. Saltsíldin og kryddsíldin fæst eftir því sem óskað er, kverkuð hausskorin eða magadregin, sykursíldin og reyksíldin er öll slægð. Síldina býðst hann til að senda gegn eftirkröfu á allar hafnir strandferðaskip- anna. Með hverri sendingu fylgir ókeypis leiðarvisir um matreiðslu á 30—40 rétt- um úr síld. Utanáskrift Jóns er: Strandgata 33, v Akureyri. — Nokkrar greinar má finna í »Ægi« auk hvatningarorða til þess, að íslendingar notuðu meiri síld til manneldis en hing- að til hefir verið. Eitt af því, sem unn- ið hefir gegn síldinni, er verðið, því það hefir verið of hátt, í það minsta í Rvík. Við Reykjavikurbúar eigum eigi völ á ódýrri fæðu, og sýnir það sig bezt á miðdegisverði okkar, þar sem vanaverð á fiski, sem oftasí er borðaður, fer vart niður úr 25 aurum pundið, með haus og hala og mun samsvara 250—300 kr. efni í 1 skippund af verkuðum saltfiski. Verð á verkuðum stórfiski til útflutn- ings, er nú 80—100 kr. og á smáfiski (Labra); rúmar 70 kr. Kjöt er hér að öllu jöfnu það dýrt, að heimilum er ókleift að neyta þess daglega, í það minsta þeim efnaminni. 1 útlendum blöðum má lesa, að rúg- brauð eru t. d. í Danmörku talsvert ódýr- ari en hér, enda eru landsins eigin af- urðir hið dýrasta, sem við leggjum okkur til munns — en getum ekki án verið. Þegar þannig er komið, virðist tæki- færi gott til þess að koma hollri og ódýrari fæðu á markaðinn, og ætti þessi tilraun hr. Jóns Kristjánssonar að verða til þess, að almenningur lærði að neyta þessarar ágætu fæðu, sem erlendar þjóð- ir sækjast eftir, og geta ekki án verið. Vonandi hefir Jón gagn og gleði af til- raun þessari og landsmenn ávinning, er þeir hafa vanið sig á að neyta sildarinnar. 26. ág. 1930. Svbj. E. Skipstrand. Aðfaranótt 25. ágúst — strandaði mótor- skipið »Hænir« (áður »íshjörn«) við Rifs- tanga á Sléttu. Eigandi þess var hr. Methúsalem Jóhannsson í Reykjavík. Skipið strandaði í þoku; menn björguðust.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.