Ægir - 01.10.1930, Síða 4
214
ÆG I R
þess var lagður, og þangað til það var
afhent félaginu.
Skýrði hann frá því, að sér hefði ver-
ið það mikið ánæjuefni, hve skipasmíða-
stöðin í Frederikshavn hefði gert sér mik-
ið far um, að vanda skip þetta sem bezt.
Honum fórust orð á þessa leið:
»Eins og kunnugt er, er skip þetta
E. Stefánsson, skipstj. á »Detlifoss«.
byggt með það fyrir augum, að það geti
rúmað sem mestan farm, en farþega-
rúm tiltölulega lítið. Lít ég svo á, að
félaginu sé slikt skip hentugast eins og
nú horfir við. Pað er í aðalatriðum svip-
að »Brúarfoss«, en »Dettifoss« rúmar
500 smál. meiri flutning. Hann hefir og
sterkari vél en »Goðafoss«, og jafnframt
er vél hans sparneytnari á kol. »Detti-
foss« hefir svonefnda Lenfz-vél, sem er
ný tegund og eru eigi fleiri en 10—12
smíðaðar af þeirri gerð. Vél þessi eyðir
0,55 kilo af kolum pr. indic. hestafl, er
skipið er á ferð, en hún befir 4 strokka
o: 2 tvíþensluvélar. Hin skipin eyða með
þríþensluvélum sinum, 0,66 kilo af kol-
um pr. indic hestafl.
Séu skipin »Goðafoss« og »Dettifoss«
borin saman, með 1100 hö., þá eyðir
hið fyrr nefnda 15,5 smál. af kolum á
sólarhring, en »Dettifoss« 13,5. Er bæði
skipin liggja jafn djúpt í sjó, fer »Goða-
foss« með 1100 hö., 11 sjómílur á kl.stund,
en »Dettifoss« fer 12 sjómilur, einnig
með 1100 hö.
Þrennskonar stýristæki eru á »Detti-
foss«; á stjórnpalli er stýrt með svo
nefndri Telemotorvél, á öðrum stað er
gufustjórntæki og aftast er handhjól; hin
tvö síðarnefndu eru til vara.
Kolarúm »Dettifoss tekur 312 smál.,
og er það nægilega stórt til þess, að
skipið þurfi aldrei að taka kol nema
þar, sem þau eru ódýrust.
Iíappkostað hefir verið að gera alla
smíði skipsins sem vandaðasta. svo við-
haldskostnaður verði lengi vel sem allra
minnstur.
Ýmsar merkar nýjungar.
Er Emil Nielsen sýndi mönnum »Detti-
foss« í gær, benti hann á ýmsar mikils-
verðar nýjungar í smíði og útbúnaði
skipsins. Er það sýnilegt, hvar sem litið
er um skipið, að séð er fyrir þvi, að ör-
yggi sé sem allra mest, og útbúnaður
sem haganlegastur og traustastur, ef eitt-
hvað ber út af. Tvennskonar stýrisút-
búnaður er t. d. á afturdekki skipsins.
Par er stór og vandaður vélbátur, bæði
til björgunar og eins til þess að nota, ef
á þarf að halda, við uppsldpun. Báts-
uglurnar við bát þennan eru af nýrri
gerð, þannig útbúnar, að mjög auðvelt
er að setja bátinn á flot, þótt ósjór sé
við skipið.
Vél skipsins er að ýmsu leyti vand-
aðri en í öðrum skipum félagsins. í
henni eru ekki rennilok fyrir gufuna,
heldnr fjaðralok. Gerir sá útbúnaður
gang skipsins öruggari í stórsjó.