Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1930, Qupperneq 5

Ægir - 01.10.1930, Qupperneq 5
ÆGIR 215 Um skrúfuás skipsins er rúmgóður gangur, svo þægilegt er að annast þar smurningu og viðgerðir, og upp úr gangi þessum, aftarlega, er stigi, er menn geta komist eftir upp á þiljur, ef eitthvað það kemur fyrir í vélarúminu, að útgangur teppist. Herbergi skipshafnar, tveggja manna klefar, eru þægilegri en tíðkast hefir á skipum hér. Tiltölulega lítill munur er á farþega- klefum á 2. og 1. farrými. Alt farþega- rúm er á þiljum, bjart, loftgott og vist- legt. Mun »Dettifoss« vera bezta sjóskip íslenzka skipaflotans. Fiskiveiðar og iðnaður. Svo nefnist grein í 1.—3. hefti Tíma- Hts verkfræðingafélags íslands, eftir Ás- geir Þorsteinsson. Grein þessi er að miklu lofsöngur véliðjunnar hér, einkanlega þó botn- vörpuútgerðarinnar, sem höf. virðist telja undirstöðu allra framfara í landinu, en greinin er skrifuð af mjög lítilli þekk- ingu á atvinnuvegum þeim, er hún fjaflar um. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé fyrst með komu þilskipanna, að sjávarútvegurinn hafi orðið sjálfstæð- Ur atvinnuvegur, en strax á söguöldinni virðist þessi atvinnuskipting komin á aflgreinilega, að minnsta kosti er þar oft talað um skreiðarferðir og að menn hafi farið til skreiðakaupa, og þó að skreið væri þá ekki mikil útflutningsvara, þá hefir hún gengið kaupum frá sjávarsíð- Uuni til sveitanna. í sögu Guðmundar biskups Arasonar segir: »má og öll landsbyggð sist missa þessarar gjafar, því að þurr sjófiskur kaupist og dreifist um allt landið«. Um aldamótin siðustu telur höf. okkur »að minnsta kosti hálfri öld á eftir tímanum« af því okkur vantaði gufubotnvörpunga, en hlerabotnvarpan er fyrst fundin upp 1895. »Firðirnir á Islandi eru viðir og opnir fyrir hafróti«. Ekki er nú lýsingin allskostar rétf. Fram til þess tíma að botnvörpuskipin komu (1904?) »hélt handfærið áfram að vera einasta veiðitækið«. Er höf, ókunnugt um, að farið er að nota þorskanet hér á landi um 1730 og að um 1600 er farið að nota lóðir, og útbreiddust þær svo ört, að á Alþingi 1699 er farið að banna þær á vissum stöðum? Eða er höf. ókunnugt um allar þær fiskiveiðasam- þykktir, sem gerðar hafa verið hér á landi, er flestar snerta notkun lóða eða neta? »Net og vörpur þekktust ekki hér fyrr en botnvörpuskipin komu til sögunnar«. Hvaðan hefir höf. þessavizku? Það er þó kunnugt, að nót og sildarnet var þekkt í Noregi áður en ísland byggðist, og að landnámsmenn fluttu þá þekkingu með sér til lslands. Um Skallagrim er sagt: »Hann fór oft um vetur á síld- fiski með lagnaskútu og með honum húskarlar margir«. (Egilssaga 1. kap. og víðar). 1 Hávarðar sögu Isfirðings, er talað bæði um net og nætur. í Gísla sögu Súrssonar er talað um net og víðar. Það er fullkunnugt, að net hafa þekkst á íslandi frá því landið byggðist. »Síldveiðar koma ekki verulega til sög- unnar fyrr en með komu vélskipanna á öðrum tug þessarar aldar« segir höf. Það er ekki nema eðlilegt að síldveiðin væri lítil úr því »net og vörpur þekkt- ust ekki«, eða er höf. alveg ókunnugt um alla landnótaveiði hér á landi á síð-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.