Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1930, Page 13

Ægir - 01.10.1930, Page 13
ÆGIR 123 Lög um skrásetning skipa 11. apríl I930. 1. gr. Eigi má skip skrá á landi hér og óheimilt er skipi að hafa islenzkan fána, nema fullnægt sé skilyrðum þeim er hér segir: 1. Ef einstakur maður á skip, þá skal hann eiga ríkisfang á Islandi og hafa átt heimilisfang á Islandi, að minnsta kosti samfleytt síðasta árið, eða átt heimilisfang á íslandi að minnsta kosti 5 siðustu árin. 2. Ef skip er eign félags, þar sem fé- lagi hver ber fulla ábyrgð á skuld- um þess, þá skulu 2/s félaga full- nægja skilyrðum 1. tölul. um heim- ilisfang og ríkisfang. 3. Ef skip er eign félags, þar sem sumir félagar bera fulla ábyrgð á skuldum félagsins, þá skulu þeir fulluægja skilyrðum 2. tölul,, en þar að auki skal félagið eiga heimilisfang og varnarþing á Islandi, enda fullnægi stjórnendur skilyrðum 1. tölul. um heimilisfang og rikisfang. 4. Ef skip er eign félags með takmark- aðri ábyrgð, eða stoínunar, þá skal félag eða stofnun eiga heimilisfang og varnarþing á Islandi, enda full- nægi stjórnendur skilyrðum 1. tölul. um heimilisfang og rikisfang og ef félag er, þá skuli þeir einnig eiga hver hlut í þvi. Skip þau, er lögum samkvæmt hafa verið tekin á skrá yfir islenzk skip, áð- ur en lög þessi komu til framkvæmdar, skulu þó hafa rétt til að standa á skrá og nota islenzkan fána, þótt ekki sé full- nægt skilyrðum þessarar greinar um heimilisfang eigenda og stjórnenda. 5. gr. Umdæmisskrár skulu greina um hvert skip i dálkí sér: 1. Skráningarstafi skips, nafn þess, heimilisfang þess og smiðastöð. ' 2. Hverskonar skip það sé, lögun þess og aðalmál (lengd, dýpt og breidd). 3. Smálestatal skips og með hvaða að- ferð það sé reiknað. 4. Nafn, stöðu og heimildarbréf eiganda þess. Nú eru eigendur skráðir fleiri en einn, og skal þá greina, hversu hver þeirra eigi í skipi. Ef skip er eign hlutafélags eða stofnunar, þá skal bóka nafn þess eða hennar og heimilisfang stjórnenda og nafn út- gerðarstjóra. 5. Skráningarár og skráningardag. 16. gr. Ef eigendaskipti verða að skipi eða skipshluta, enda glati skip ekki fyrir það rétti til að sigla undir islenzkum fána, eða skipstjóraskipti verða, eða ef breyt- ing verður á einhverjum þeirra atriða, sem skrásett eru samkvæmt 5. gr., þá ber eiganda eða eigendum, og ef eigenda- skipti hafa orðið, bæði fyrrverandi og núverandi eiganda að skýra lögreglu- stjóra, þar sem skip er skráð, frá því innan 4 vikna, ásamt sönnunum fyrir heimild sinni og þeim öðrum skilríkj- um, sem nauðsyn er á, svo að skráin verði leiðrétt samkvæmt því„ Svo skal skrá breytingar á þjóðernis- og skráningarskírteini skipsins, nema út verði gefið nýtt skírteini. Nú verða slikar breytingar, sem hér segir, erlendis, og skal þá næsti viðskipta- fulltrúi landsins rita þær á skirteini og senda skráningarstofunni skýrslu um þær. Til leiðbeiningar mönnum eru þessar greinar teknar úr lögum um skráning

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.