Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Síða 14

Ægir - 01.10.1930, Síða 14
224 ÆGI R skipa, en sökum þess, að þetta er van- rækt að mun, hefir eigi verið auðið að gera skipaskrána svo úr garði, að rétt sé. Eigendaskipti hafa oft orðið og nafni skips hefir stundum verið breytt, án þess tilkynning úm það, hafi komið til réttra hlutaðeigenda. Allt slíkt hjálpast að, að gera skipaskrána óábyggilega og oft er undan því kvartað, að hún sé svo. Verða því allir að kosta kapps að fara eftir fyr- ir skipunum þeim, sem hér um hljóða. Tilkynning um ráðstafanir til slysavarna. Dómsmálaráðherrann hefir sent for- stjóra skipaútgerðar ríkisins svohljóðanda bréf dags. 1. okl. 1930: „Vegna þeirrar miklu hættu, sem fiski- menn eru undirorpnir, er stunda fiski- veiðar á Jitlum bátum að vetri til, frá veiðistöðvum, sem slæmar eða engar hafnir hafa, og bátarnir því oft þarfnast hjálpar, ef snögglega gjörir vont veður, hefir ráðuneytið ákveðið, að halda uppi í sambandi við skrifstofu yðar, björgunar- starfsemi þannig, að veiðistöðvar, sem óska aðstoðar, geti náð í yður eða þann, sem þér setjið fyrir yður, á nóttu sem degi, og mun ráðuneytið fara þess á leit við stjórn landsímans að hlutast til um, að nætursímasamband verði við þær veiðistöðvar, sem þér álítið mesta þörf að ná til. Að sjálfsögðu má ekki i þessu sam- bandi ómaka stöðvarstjórana í umrædd- um verstöðvum utan símatíma, nema um slysavarnamál sé að ræða. (sign) Jónas Jónsson“. í tilefni af ofanri\uðu bréfi tilkynnist hér með, að fregnum og tilkynningum viðvíkjandi slysum eða yfirvofandi slysa- hættu á sjó, hvar sem er við land, verður eftirleiðis veitt viðtaka í skrilstofu skipa- útgerðar rikisins Arnarhváli, símar: 2305, 1567, 1957 — utan skrifstofutima og að nóttu til í síma 1957. Æskilegt er að ekki sé dregið lengi að tilkynna ef báta vantar í vondu veðri og ástæða þykir að óttast um þá, svo hægt sé að koma þeim til aðstoðar, eftir þvi sem föng eru á. Jafnframt er þess vænst, að hlutaðeigendur láti strax vita, ef fréttist til báta, sem vantað hefir og tilkynntir haía verið til skrifstofunnar. Nætursímasamband mun bráðlega kom- ast á við allar hættulegustu veiðislöðv- arnar og verður það þá nánar auglýst. Skipaútgerð ríkisins. Reykjavik 3. októb. 1930. Pálmi Loftsson. Önnur blöö eru vinsamlega beðin að birta pessa tilkynningu. P. L. Hörmulegt slys á Seyðisfirði, 23. september s. 1. varð hörmulegt slys á Seyðisfirði. Síðdegis þann dag fór fólk frá Seyðis- firði að sækja hey á litlum vélbáti skammt út fyrir Dvergastein. Bátnum hvolfdi á heimleiðinni og drukknuðu allir, sem á honum voru. Á bátnum voru: Sigfinnur Mikaels- son, þrjár ungar dætur hans og þrir ungir synir Sveinbjörns Ingimundarsonar á Seyðisfirði. Fólk frá Dvergasteini, sem var á engjum, varð vart við slysið og bra við til hjálpar, en tókst ekki að bjarga. Slysið varð skammt undan landi. Veður var gott.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.