Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Síða 15

Ægir - 01.10.1930, Síða 15
Saltfisksmarkaðurinn í Rio de Janeiro. ÆGIR Fiskveiðar við Newfoundland 1930. 225 Hjá manni kunnugum í Rio de Janeiro í Brasilíu hefir sendiráðið fengið upplýst eftirfarandi um innflutning á saltfiski til Rio, sem máske getur orðið einhverj- um heima til upplýsinga. Innflutningur á islenzkum saltfiski til Rio hefir verið: Árið 1927 — 3000 pakkar -- 1928 — 6400 — — 1929 — 16500 - Allur innflutningur á saltfiski til Rio, árið 1929 skiptist þannig á löndin: Frá Bretlandi — Noregi 21,649 — — íslandi 16,490 — — Canada —- Frakklandi 900 — — Þýzkalandi 100 — Eins og sjá má af þessu er ísland orðið 3. í röðinni af 6 innflutningslönd- um um innflutningsmagn á saltfiski, nálgast hröðum skrefum Noreg. Þess er getið að allur fiskurinn, sem fluttur er út af einu íslenzku firma, h/f. Kveldúlfi, hafi verið upsi. Ef hægt væri að fá islenzkan þorsk mundi mega auka niarkaðinn mjög mikið, því það lítið sem áður hafi komið af söltuðum og þurkuðum islenzkum þorski hafi likað afbragðsvel. En heimildarmaðurinn bend- ir jafnframt á, að ef til vill verði það þröskuldur fyrir innflutningi á innflutn- ingi á íslenzkum þorski, að ekki fáist nógu hátt verð fyrir hann. (Frá sendiherra íslands í Khöfn). Fiskaflinn við Newfoundland er talinn nema um 70 þúsund Qvintal*, sam- kvæmt því, sem ritið »The Cana- dian Fisherman« skýrir frá. Við þetta bætast veiðarnar á Newfoundlands-bönk- unum, sem 60 stórir og smáir bátar stunduðu. Veiðar þar byrjuðu í apríl og aflaðist vel mánuðina apríl og maí, en svo fór að draga úr, og eftir miðjan júlí, var fiskur það tregur, að margir stórir bátar hættu þar veiðum og héldu til Labrador. Afli sá, er á Newfoundlands-bönkunum fékkst, er talinn 75 þúsund Qvintals móts við 107 þúsund siðastliðið ár. Við Labrador veiddist vel. Um 40 bát- ar stunduðu veiðar, og telst aflinn sam- tals um 395 þúsund Qvintal. Newfoundlands-aflinn verður þá alls um 1,170,000 Qvintal; er hann því 100,000 Qvintal minni en í fyrra. Almennt er álit manna, að verðið verði frá 1,50 — 2 dollurum lægra en á siðastliðnu ári sökum þess, að svo virð- ist sem sala muni verða treg i Brasilíu og á Spáni. Á fjárhagstímabilinu 30. júní 1928 — 30. júní 1929, var útflutningur 285 þús. Qvintal af saltfiski til Spánar og 346 þús. Qvintal til Brasilíu. Hið lága verð í ár og dýri rekstur veiðanna veldur þvi, að fiskimennirnir bera lítið úr býlum. 29. sept. 1930. (Danska Geueralconsulatið í Montreal). 1 Qvintal = 8 stone = 1 cwt = 50,8 kilo

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.