Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 17
ÆGIR
227
þar sem kvenfólk og unglingar, slægja
og þvo fiskinn i þar til ætluðu rúmi.
Þaðan er hann færður á annan stað i
húsinu, þar sem hann er tvi-saltaður, og
látinn standa, þar til hann er fluttur til
Danmerkur, þar sem fullnaðarverkun
fer fram.
Godthaab.
Godthaab má telja aðalstöð fiskveið-
anna og fram með firðinum eru fiski-
veiðar stundaðar af miklum áhuga, og
nú upp á siðkastið á nýtízku mótorbát-
um, sem Grænlendingar eiga.
Skipið »Disko« kom til Godthaab um
kveldið hinn 26. ágúst. Meðan vörur
voru látnar í uppskipunarskip á hinni
svo nefndu Skipshöfn og iluttar i vöru-
geymsluhús nýlendunnar, hafði ég tæki-
færi til að skoða hið margbreytta fyrir-
komulag í þessum höfuðstað Grænlands.
Eins og áður er sagt, eru fiskveiðar
aðalatvinna landsmanna og um það leyti,
sem ég var þar í sumar, var búið að
leggja inn til verkunar 650,000 kilo af
þorski. Hér og annarsstaðar, er siður að
leggja fiskinn inn afhausaðan, en flaltur
og hreinsaður er hann á móttökustöðv-
unum.
Áður fyrr þótti Grænlendingum ekki
sæma karlmönnum að stunda fiskveiðar.
Nú er öldin önnur því nú vinna þeir
við veiðina á öllum fjörðum og fram
með þeim og margir hafa nú nóg að
býta og brenna, sem áður áttu við harð-
an kost áð búa.
Eg heimsótti fiskimann, sem lét í ljósi
ánægju sína yfir hinum miklu framför-
um á fiskveiðum og sölu afurða og
þakkaði hann Grænlenzku stjórninni þær.
Hann skýrði mér frá, að fyrir fáum ár-
um, hefði hann verið meðal hina snauð-
ustu heimilisfeðra í nýlendunni og átti
þá heima i gömlum hrörlegum moldar-
kofa — en nú bjó hann i þokkalegu húsi,
sem hann og sonur hans höfðu reist.
Sonurinn er að læra smíðar og efnið
keyptu þeir fyrir 2000 krónur, sem þeir
höfðu inn unnið sér með fiskveiðum.
Auk þessa trúði gamli maðurinn mér
fyrir því, að hann ætti talsvert á spari-
sjóði. Frá hinum nýja atvinnuvegi, fisk-
veiðum koma efnin, til að eignast nýja
bústaði og gera við þá gömlu, og má
hvervetna líta framfarir í þessa átt á öllu
Suður-Grænlandi. Um 10 hús var verið
að smíða í Godthaab, þegar ég var þar.
Sykurtoppurinn og Holstensborg.
Líkar framfarir og hér er um getið
eru einnig sjáanlegar í nálægum nýlend-
um, Sykurtoppinum og Holstensborg.
í hinni fyrrnefndu, stjórnar fiskifor-
maður Nielsen veiðunum; hefir hann
búið á Grænlandi í mörg ár. Til þess
tíma er ég var á ferð, hafði fiskstöðin
tekið á móti 1 millión kilogr af þorski,
sem verkað, var fyrsta flokks vara, eins
og hún er bezt.
Meðan ég dvaldi þar voru rigningar
og margir á ferð í nýlendunni. Allir
rómuðu mjög framfarirnar og allt ber
vott um, að bæði hér og í Kanagmiut,
sem er skammt frá, uppalist fiskimanna-
stétt, áhugasöm og iðin.
Fiskimennirnir hafa stofnað smá hluta-
félög hér og þar og halda í félagi úti
mótorbátum og hafa til þessa staðið í
góðum skilum með afborganir sínar.
Líkt má segja um næstu nýlendu
Holstensborg. Auk fiskiveiða, reka ný-
lendumenn einnig lúðuveiðar, sem færir
þeim góðan arð. Af stöðum þeim, sem
ég heimsótti, virtist mér Holstensborg
hafa orðið fyrir mestum áhrifum menn-
ingar.
Dag þann er ég dvaldi þarna, komu
margir mótorbátar til Holstensborg; voru