Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Síða 18

Ægir - 01.10.1930, Síða 18
228 ÆGIR þeir allir vel hirtir og snyrtilegir, en inn komu þeir vegna stöðugra rigninga. Auk stöðvarinnar, þar sem tekið er á móti fiski, hann þveginn og að honum gert er í Holstensborg hin fyrsta verksmiðja, sem þar hefir verið sett á stofn; er það niðursuðuverksmiðja. Hún liggur lítið eitt frá þorpinu, á lítilli eyju við höfn- ina. Ber mjög á hinurn myndarlegu hús- um og hinum háa reykháf, er siglt er inn á fjörðinn. Nýlízku vinnuaðferðir. Við verksmiðjuna ergufuvél, sem fram- leiðir rafmagn og hita. Fiskimenn lenda við bryggju með afla sinn; þaðan er hann fluttur á vogina með jafmagni, þaðan á stað þar sem fyrsta hreinsun fisksins fer fram og eru rafmagnsburstar notaðir þar, siðan er fiskurinn flattur og þveginn aftur og til þess notaðar hend- urnar. Síðan er hann fluttur áfram að knífum, sem ganga fyrir rafmagni; skera þeir hann í lengjur, sem síðan eru skorn- ar í smábita, sem látnir eru i niðursuðu- dósirnar. t*ær eru síðan vegnar, soðnar og athugað hvort nokkrir gallar séu. Sjálfar dósirnar eru búnar til á staðn- um, og rafmagn notað þar sem því verð- ur komið við. Ennfremur Iiggja fyrir áætlanir um dráttarbraut fyrir mótorbáta og smiða- stöðvar í sambandi við þær. Fiestar nýlendurnar eiga 1—2 mótor- skonnortur, sem halda uppi samgöngum og fiskflutningum. Áður varð að sigla þessum skipum til Kaupmannahafnar er gera átti við þau, en við þær verður framvegis gert á viðgerðarverkstæðinu í Holstensborg, sem nú er í smíðum og tekur brátt til starfa. Fagna mótor- bátaeigendur þeim þægindum, sem framkvæmdir þessar veita þeim fram- vegis. Fœringerhavnen (Færeyjahöfn). Á fiskveiðarnar við Grænland, sem eru að verða aðal atvinnuvegur landsbúa, hafa nú aðrar þjóðir komið auga. Eftir framkomu hinna framandi fiskimanna og Færeyinga á Grænlandsmiðum, taka landsmenn og ræða um hver afdrif verði er fram í sækir. Peir skilja það vel, að öllum er frjálst að reka atvinnu á haf- inu innan vissra takmarka. Flestum virðist réttmætt, að Færeyingar hafi feng- ið aðgang að höfn í landinu og aðrar ívilnanir, en þeim er mjög illa við laga- brot, sem sagt er að ýmsir erlendir fiski- menn fremji við Grænland, því sjálfir eru þeir löghlýðnir mjög og láta sér annt um að framfylgja reglum um friðun dýra, einkum æðarfuglsins og vekur það gremju þeirra, er þeir standa menn að æðar- fugladrápi, eggjaráni eða veiðum í land- helgi. í fyrravetur var mikil rimma í danska þinginu og þá skýrt frá, að á Færeyja- höfn gætu að eins 30 fiskiskip legið. Eg hefi farið um alla höfnina í mótor- bát, með góðum leiðsögumönnum og ég veit, að skýring sú, er framkom á þing- inu er röng. Færeyjahöfn rúmar vel 60 fiskiskip og fleirum má koma fyrir, sé þess þörf, en til þessa hafa aldrei legið 30 fiskiskip á höfninni í einu. Pegar ég var þar, voru að eins tvö fullfermd Færeyja-skip. Eftir heimkomu mína frá Grænlandi verða fiskveiðar Færeyinga við Grænland, ræddar í Ríkisþinginu og reynt að koma samkomulagi á. Færeyjahöfn er stór, en reynist hún of lítil, hefi ég látið athuga stað, þar sem komið getur til mála, að Færeyingar geti lagt skipum sínum. Ég mun ennfremur leggja fram frum- varp í þinginu um olíugeymslu og við- gerðaverkstæði við höfnina.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.