Ægir - 01.10.1930, Qupperneq 19
ÆGl R
229
Af því, sem ég hefi sagt hér á undan,
sést, að framfarir mega heita stórfelldar
á Grænlandi, að fiskveiðar og fjárrækt
hafa breylt lifnaðarháttum og áhuga
landsmanna. Vinna þeirra er arðmeiri
og bústaðir betri en áður og þessum
framförum fylgja aðrar framtiðarhugs-
anir. Þá vantar tungumál, viðtækara en
grænlenzkuna og það eru þeir þegar
farnir að finna og skilja.
Skipströnd.
Föstudaginn 3. okt. strandaði vélbát-
urinn »ErIingur« á Meðallandsfjörum.
Báturinn var á leið til Gerða í Garði
frá Frederikssund, þar sem hann var
smíðaður. 3 Danir voru á bátnum og
björguðust þeir í land og komust til bæja.
Varðskipið »Ægir« fór austur að strand-
staðnum til þess að reyna að bjarga
skipinu, en það heppnaðist eigi vegna
brims.
»Ægir« flutti skipverja hingað til
Reykjavikur.
Aðfaranótt 15. okt. rak Iinuveiðarann
»Óskar« frá Vestmannaeyjum á sker
við Lundey í Skagafirði innarlega.
Brotnaði skipið fljótt, rann af skerinu
og sökk á fjögra faðma dýpi. Mann-
björg varð greiðlega. Skipið var við
dragnótaveiðar nyrðra. »Óskar« varsmið-
aður í Beverley 1890 og var 152 smál.
að stærð.
Eigandi skipsins var Gísli Magnússon
útgerðarm. í Vestmannaeyjum.
Hvalveiðar við Færeyjar.
Til hvalveiðastoðvanna á Færeyjum
hafa alls verið fluttir þ. á. 172 hvalir,
þar af til Lopra á Suderö 102 og til
stöðvarinnar við Air 70.
Mikið af hval hafði sést við eyjarnar
í lok útgerðartímans, en bæði var veðr-
ið óhagkvæmt til veiða og hvalurinn svo
styggur, að litt mögulegt var að komast
í færi. /N. H. T.l.
Mann tekur út af bv. „Ólafi“.
Aðfaranótt 10. okt. tók út mann af
botnvörpuskipinu »ólafur« og drukknaði
hann. Skipið var þá statt fyrir sunnan
land, á leið frá Englandi. Maðurinn hét
Ágúst Gissurarson, ógiftur maður um
þrítugt. Hann átti beima í Hafnarfirði.
Brezka loftfarið „R. 101“ ferst.
Laugardaginn 4. október þ. á. lagði
loftfarið »R. - 101« af stað frá Englandi
áleiðis til Karachi á Indlandi.
Var klukkan rúmlega 71/* um kvöldið
er af stað var lagt.
Á skipinu voru 5 foringjar, 37 menn
til ýmsra starfa, 11 farþegar og meðal
þeirra, flugmálaráðherrann, Thompson
lávarður og forstjóri almennra flugferða
(Civil aviation) Sir Sefton Brancker.
Var búist við að ferðin til Indlands
tæki 6 daga, með skammri dvöl við
Ismaila i Egyptalandi.
Yfir hæðinni Allonne á Frakklandi varð
eittbvað að þá hina sömu nótt, loftfarið
féll til jarðar, kviknaði þá í því og af
53 skipverjum og farþegum, biðu þegar
46 bana og tveirdóu síðar af brunasárum.
Nákvæmar fréttir af þessu hroðaslysi
birta nú öll blöð itarlegar en rúm leyfir
í »Ægi«.
Reynsluflug fór þetta bákn hinn 14.
okt. 1929, er það annað loftfarið af þess-
ari gerð, sem Bretar missa.