Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 4
146 ÆGIR gæði hans og verður því sérstaklega að vanda til hennar. Þegar ílatningsmaður byrjar að rista fiskinn, verður hann að gæta þess að rista að eins hæfilega djúpt, til þess að ná hryggnum og fiskurinn fái eðli- lega og fallega lögun og opnist aftur á aptasta Iið. Þegar hann sker eftir mænunni, sem á að fylgja hryggnum, verður hann að beita hnífnum skáhalt inn undír hrygg- inn, svo hann skemmi ekki hnakkann og fiskur fylgi ekki hryggnum. Hrygginn sker hann sundur með ská- höllu hnífsbragði aftan frá og taki það ávallt yfir tvo liði og á þá sárið að mynda x eða 8 í tölu. Hrygginn verður að taka það aftarlega, að ekki verði eftir blóð- dálkur. Pegar hryggurinn er losaður verð- ur að gera það með hníf, en ekki rífa hann lausann, því við það skemmist vinstri fiskhelmingurinn. Hnakkablóð skal flatningsmaður ávallt hreinsa úr fiskinum um leið og hann er flattur, og er það honum lítið til tafar, er hann hefur tamið sér það, en sé fisk- ur saltaður með hnakkablóði, skemmir það saltið og fiskurinn verður blakkari en ella. Ávallt skal fletja ofan i vatn þegar fiskur er þveginn í salt og séu notuð kör eða kassar til þess að þvo upp úr; er nauðsynlegt að þau séu með rist, svo óhreinindi geti fallið þar niður. Skal ávallt gæta þess, að vatnið, sem þvegið er úr sé hreint og þarf að skola fiskinn vandlega og beygja stirlluna nokkrum sinnum svo blóðið renni úr dálknum, ennfremur hreinsa úr bonum garnir, greppi og lifur, sem kunna við hann að loða og koma honum síðan sem fyrst í salt. Þegar fiskurinn er lagður í salt, verð- ur að gæta þess, að leggja hann það gis- ið, að nóg salt komi ávalt í sár og má þá salta minna í hvert lag: með þvi móti fær þykkri fiskurinn meira salt en þunnildi og stirtlur og er það nauðsyn- legt. Vandlega verður að gæta þess, að garnir, greppir og lifur loði ekki við fisk- inn þegar hann er lagður í saltið. Gott er að þrýsta íiskinum að einssamanum leið og sleppt er af honum hendinni og setja hann ekki í háar stæður ef því verður viðkomið, því þá verður hann þykkri en ella. Fiskurinn standi ekki skem- ur en 10 daga í fyrstu söltun, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Þegar fiskurinn er umsaltaður þarf ekki að salla hann nema lítið í háar stæður, því þá er hann orðinn það stíf- ur, að hann þolir pressu. Eftir 20—25 daga er fiskur, sem þann- ig er meðfarinn, orðinn verkunarhæfur. Aldrei má umhlaða fiski til lengri flutn- ings eða geymslu án þess að strá í hann salti. Við þvott úr salti, verður að skera burtu öll óhreinindi, sem við fiskinn loða, blóð úr hnakka sári og ef langt roð laf- ir við hnakkakúluna, að skera það af, síðan þvo með bursta bæði fisk og roð þannig, að ekki verði eftir slor undir uggum, eða í brotum. Bezt er að draga burstann með föstum, löngum strokum. Þegar fiski er staflað úr þvotti, verð- ur að stafla honum í mjóar stæður, svo vatn geti hæglega sigið úr honum. í þess- um stæðum verður fiskurinn að standa minnst 5 daga og þá umstaflast þannig, að það sem ofan á var verði undir. Aldrei má breiða fisk fyr en búið er að umstafla honum. Sé það gert, loða _við hann saltkorn, sem annars hrynja úr honum og gera fiskinn hrufóttan og á- ferðarljótan, ef þau festast í honum. Upp úr þvotti má ekki salta íisk nema örlítið. Við breiðslu fisksins sem og aðra til-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.