Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 16
158 ÆGIR beitu. Var síldin mest flutt þangað ísuð og var þá stundum orðin skemmd vegna þess, hve gömul hún var. Ekki hafa síld- arnet verið lögð í sjó á Berufirði og er þó ekki ósennilegt að þar hefði mátt veiða síld til beitu eins og á öðrum fjörð- um eystra. Af 23 bátum, sem gerðir eru út af Hornafirði, eru 20 aðkomubátar, 6 af Seyðisfirði, 7 af Norðfirði, fi af Eskifirði og 1 af Fáskrúðsfirði. Á Djúpavogi eru í marzlok 6 aðkomubátar, 3 af Norðfirði, 2 af Reyðarfirði og 1 af Seyðisfirði. Á Hornafirði er afli nokkru meiri en á sama tíma í fyrra, en í öllum öðrum veiðistöðvum er hann heldur minni. 1 6 veiðistöðvum, er skráðar voru á afla- skýrslur í marzlok árið 1932, er nú ekki byrjuð veiði. Veldur mest gæftaleysi. Út- gerðin hefur þvi verið miklum mun minni það sem af er þessu ári, en hún var á sama tíma í fyrra, enda er heildaraflinn 550 skpd. minni. Síldveiði. Eins og síðast líðið ár hefur síld verið á Austfjörðum það sem af er þessu ári. Eftir að kom fram í febrúar og allan marzmónuð hefur síld einnig veiðst í fjörðunum sunnan Gerpis, en þar var lítið síldarvart í þeim mónuðum í fyrra. Beitu hafa menn því alltaf haft næga, en minnst af því, sem hægt er að veiða, notast á þann hátt. Litið hefur verið saltað af síld eftir áramót, enda er síldin þá farin að megr- ast svo að mjög er varhugavert að salta hana til útflutnings. Þó var saltað á Seyð- isfirði í janúar 1263 tunnur og á Reyð- arfirði í marz 120 tunnur, sem allt var flult út. Hvort þessi síld selst, veit mað- ur ekki, en ekki virðast miklar llkur til þess, þar sem mikið af síld, sem veidd- ist fyrir áramót, liggur enn þá óseld í Kaupmannahöfn. Annars er það ekki vansalaust, að engin lagafyrirmæli skuli vera til, svo að unnt sé að sporna við þvi, að lítt hæf eða ónothæf vara sé send á erlenda markaði athugasemdalaust. Úessi magra síld er jafnvel send á þá markaði, sem vér nú erum að reyna að vinna. Sé þessi sild send út, verður að setja á tunnurnar tegundarmerki — gæða- merki — og láta það skýrt koma frarn, að svona er ekki öll síld, sem veiðist við ísland. Að senda síld, sem er lítt hæftil söltunar vegna megurðar, til erlendra neytenda, sem lítið eða ekkert þekkja ís- lenzka síld, án þess að lóta nokkrar at- hugasemdir eða skýringar fylgja, er svo mikil óhæfa, að slikt má ekki koma fyr- ir framvegis. Er þess fastlega að vænta, að augu þingmanna vorra opnist svo, að þeir sjái, hvilík hætta er hér á ferðum. Síðan um áramót hefur verið fryst á Austurlandi 2590 tunnur af síld til beitu. Hefur mest af þeirri síld verið flutt til annara landshluta — Vestmanneyja, Reykjavíkur og Akureyrar —, því að bátar sem veiðar stunda eystra, hafa mest notað nýja sild, sem veidd hefur verið eftir hendinni. Úlfluiningur á ísvarðri síld. Skömmu eftir 1890 var ísuð sild flult út frá Aust- fjörðum. Eigi er mér kunnugt um árang- ur af þeim útflutningi, en ekki mun hafa verið flutt út ísuð síld síðan veturinn 1894-95 eða i 38 ár. Hefur og lítið ver- ið um haust og vetrar síldveiði við Aust- urland frá þvi fyrir aldamót og hefur þessi útflutningur sennilega fallið niður af þeim orsökum. Á meðan síldareinka- salan starfaði, var nokkuð rætt um að flytja út ísvarða síld frá Austfjörðum en af því varð þó eigi. í desember i haust sem leið, var loks sent út lítilsháttar af ísaðri sild með enskum togurum. Keyptu togararnir síld- ina og hefur frézt að þeir hafi selt hana í Englandi á sæmilegt verð. Eftir ára-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.