Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 8
150 ÆGIR ið. Gerlinum var sprautað i marsvín, án þess að nokkur sjúkdómseinkenni kæmu í ljós. 3°/o innihald ætisins af bórsýru nægðu til þess að stöðva vöxt hans. Miklu ítarlegri rannsóknir liggja eftir Frakkan Le Dautec1. Hann aðgreinir tvö stig af skemmdunum á saltfiskinum. Á fyrra stiginu verður fiskurinn ofurlítið slímkendur á yfirborðinu, en er að öðru leyti alveg óskemmdur. Eftir 2—3 mán- uði kemst hann á annað stigið. Verður hann þá rauður, fær »alkaliska« svörun og af honum leggur sterka og slæma lykt. Frá saltfiski, sem orðinn var rauð- ur, hreinræktaði nú Le Dautec rauðan stafgeril, sem virtist mynda gró, og tókst að gera óskemmdan fisk rauð- an með honum. Var þar með sannað að orsök roðans var gerill. Fiskurinn, sem gerillinn var ræktaður frá, var frá Newfoundlandi, og nefndi Le Dautec hann því »rauða gerilinn frá New- foundlandi«, en síðar hefur hún verið kölluð Bacillus Dautec. Auk þessa gerils fann Le Dautec á báðum stigum skemmdanna 2 tegundir af litlausum gerlum, sem í sameiningu gátu gert salt- fisk rauðan. Eftir 15 ár birtir Le Dautec aftur skýrslu um rannsóknir sínar á rauðum saltfiski frá Newfoundlandi og lslandi2. Kveðst hann þá ekki hafa fundið aftur rauða gerilinn, er áður var getið, heldur annan, sem einnig geri saltfisk rauðan, en myndi engin gró. Geti hann aðeins vaxið á æti, sem sé mettað af salti, og vaxi yfirleitt mjög treglega á tilbúnum ætum. Hið rétta heimkynni hans er saltfiskurinn. t*ar eru líka að jafnaði nokkrir litlausir gerlar 1) Le Dautec: Elude de la morue rouge. Ann. de l’Inst. Pasteur. 5 1891 2) Le Dautec: Le microbe du rouge de raorrue. Compt. resul. d. 1. Soc. de Biol. 61. 1906. í för með honurn, og virðast efla vöxt hans og viðgang. Þessa rauðu gerla tókst Le Dautec einnig að hreinrækta úr salti frá Miðjarðarhafinu og Lissabon, og ráðlagði hann því að gerilsneiða saltið. Iír. Höye, sem mest rannsakaði brúna sveppinn á saltfiskinum í Noregi, minn- ist einnig ofurlítið á roða á saltfiski, en mun þó ekki hafa fundið orsök hans. Segir Höye, að roðinn finnist aðallega á frönskum, islenzkum og færeyskum salt- fiski, en brúni sveppurinn aðallega á norskum1. Höye hreinræktaði nokkr- ar geril-tegundir, sem reyndust þola mikið salt, en voru litlausar og virtust ekkert hafa með roðann á saltfiskinum að gera. Þjóðverjarnir Beckwith og Kellermann2 fundu eina eða tvær geril-tegundir á rauðum saltfiski, sem uxu bezt við 5-10°/« salt en þoldu vel allt að 30%. Fengu þessar tegundir nöfnin Microco- ccus litoralis og Micrococcus litoralis gadidarum. Á árunum 1916 — 19 gerði Klebahn í Hamborg mjög itarlegar rannsóknir á rauðum saltfiski3. Af rauðum gerlum fann hann einn stafgeril og einn hnatt- geril, sem hann taldi vera orsök roðans. Stafgerillinn reyndist mjög líkur gró- lausa gerlinum, sem Le Dautec hafði fundið, og ekki ósvipaðar Bacillus rube- scens Edington. Fékk hann nafnið Bacill- us halobius ruber. Hnattgerillinn, sem líktist að mörgu leyti Microcc. litoralis Kellermann og Sarcina morrhue Farlow, 1) Kr. Höye: Recherches sur Ia inoisissure de Bacalao . . . Bergens Mus. Aarbog. 12 1906. 2) Kellermann: Micrococci causing red. Deler- ioration of salted Codfish. Centralbl. f. Bakt. II- 42. 1914. 3; Klebahn: Die Schadl. d. Klippf. Hamborg 1919.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.