Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 12
154 ÆGIR hvað hægt er að draga úr skemmdun- um með góðri kælingu. Það sem þvi liggur næst í þessu efni, er að varna þess, að rauðu gerlarnir komist nokkurntíma á fiskinn, en til þess þarf að fá fulla vissu fyrir þvi, hvað- an þeir koma. Þetta hafa margir athug- að, og eins og getið hefur verið um, þá bendir flest til þess, að þær komi frá saltinu, þó að aðrar leiðir séu ef til vill liugsanlegar. Sannist það, að aðalsmit- berinn sé saltið, þá er mikið fengið, því að eins og gefur að skilja, þá er það miklu auðveldara viðfangsefni, að drepa gerlana í saltinu en í fiskinum. Bæði má nota ýmsar hreinsunaraðfrðir við salt, sem ekki verða notaðar við fisk, og svo eru lífsskilyrðin fyrir gerlana miklu verri og þeir sennilega miklu veikari fyrir í saltinu en í fiskin- um. Saltið er þannig mikln heppilegri vettvangur, til þess að heyja á sigursæla baráttu gegn rauðu gerlunum, en salt- fiskurinn. Sennilega eru lífsskilyrðin i saltinu svo erfið fyrir gerlana að litlu þurfi við að bæta, til þess að þeir geti alls ekki lifað í því. T. d. er mjög líklegt að gerlarnir geti ekki lifað í saltinu til lengdar og að mögulegt sé að drepa þá með því að geyma saltið. Vissar kringumstæður, svo sem hitastig, rakastig, loftrás o. fl. við geymslu salts- ins, gætu einnig haft mikil áhrif auk þess sem hugsanlegt er að setja mætti i saltið geril-drepandi efni í svo smá- um mæli, sem ekki gerði fiskinn neitt hættulegan til neyzlu, en ílýtti fyrir eyðingu gerlanna við geymslu saltsins. Stungið hefur verið upp á því að hita saltið, til þess að drepa í því rauðu gerlana. Sú aðferð getur verið alveg ör- ugg og spillir sallinu elcki neilt, en hún er talsvert kostnaðarsöm. Þegar þess er nú gætt, að lífverurnar í saltinu og lifn- aðarhættir þeirra, er enn þá nær órann- sakað atriði, þá hefur maður ástæðu til þess að vona, að hægt verði að hreinsa saltið af gerlum á auðveldari og ó- dýrari hátt. Það eru því rannsóknirnar á saltinu, sem næst liggja. Þarf fyrst að fá fulla vissu fyrir því, að það sé höf- uðsmitberinn, en síðan að finna ráð til þess að útrýma gerlunum úr því, sem að eins verður gert, þegar fengin er ná- kvæm þekking á þessum lífverum og lifnaðarháttum þeirra. Að síðustu vil ég geta þess, að við salt- fisksverkun, eins og allstaðar annarsstað- ar, þar sem menn vilja bægja burtu gerlum, þá er eitt meginráðið til þess hreinlœti. Það má víst fullyrða, að oft vanti mikið á að farið sé hrein- lega með saltfiskinn. Hvernig ætli t. d. kjötið yrði, ef það sætti sömu meðferð? Það sem því hver saltfiskframleiðandi getur gert og á að gera, er það að halda húsum sínum og áhöldum hreinum, svo að þau verði ekki neinar gróðrarstíur fyrir gerla og sveppi, sem spillt geta fiskinum. Sé slíkum lífverum leyft að þrífast á áhöldum og í húsum þeim, sem notuð eru við verkun og geymslu fisks- ins, þá berast þær þaðan á fiskinn ár frá ári. Bætist það þá við smituna, sem kann að hafa átt sér stað við söltunina, verður roðahættan enn þá meiri. í fyrsta lagi eiga menn því að ganga þannig frá húsum sínum og áhöldum, að auðvelt sé að hreinsa þau, og í öðru lagi eiga þeir að hreinsa þauiðuglega og þá alltaf öðru hverju með geril-drepandi efnum. Enn sem komið er, þá er þann- ig lagað hreinlæti við verkun saltfisksins einasta framkvæmanlega ráðið, sem að gagni getur komið, til þess að draga úr jarðslaganum. Kaupraannahöfn 11. maí 1933. Sigurðnr H. Pétursson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.