Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 6
148 ÆGIR Fundarmenn komust að þeirri niður- stöðu, að þrátt fyrir það, þótt breyttar veiðiaðferðir og aukinn framleiðsluhraði, óneitanlega settu sín merki á framleiðsl- una, að nokkuru leyti, þá væri þó miklu fleiri þeir ágallar, er stöfuðn af hroð- virkni og lélegu eftirliti þeirra manna, er við fyrstu stig fiskverkunarinnar fást; er hér einkum átt við hroðvirknislega blóðgun, slæma flatningu, óhæfilega mik- ið mar á fiskinum, sem stafar af þvi að honum er ógætilega kastað til, að fisk- urinn sé illa lagður í salt o. s. frv., að ógleymdum þeim ósið, að fiskinum sé mokað með stingjum og kvíslum og hann brotinn og marinn á þann hátt. Til þess að reynaaðopna augu manna fyrir þessu þýðingarmikla atriði, voru af fundarmönnum samdar leiðbeiningar þær um fiskverkun, sem birtar eru hér á öðr- um stað í blaðinu. Að vísu munu sjó- menn og þeir er við fiskverkun fást, þykj- ast finna litil nýmæli þar, frekar en þeir vissu áður og mun það rétt, þvi að all- ur fjöldi þeirra manna, er við fiskverkun og fiskveiðar fást. vita hvernig á að fram- leiða góðan sallfisk, og hvað er að var- ast, til þess að fiskurinn fái ekki skemmd- ir eða galla, sem fella hann í verði, en því miður gera margir ver en þeir vita, og eftirlit yfirmanna ekki alltaf nægilega skarpt til þess að finna að, í hvert skipti og á réttum tfma. Með útgáfu leiðarvísis þessa geta menn því ekki varið sig með því, að ekkert sé gert til að leiðbeina mönnum á þessu sviði framleiðslunnar, og geti hann því orðið að einhverju liði er tilganginum náð. Því miður hafa yfirfiskimatsmennirnir ekki vald til þess að taka fram fyrir hendur þeirra manna, er verka illa fisk, og neita að meta hann til útflutn- ings, það eina sem þeir geta gert, er að lækka fiskinn í flokki, þegar um verk- aðan fisk er að ræða, en sé fiskurinn seldur ferskur eða úr salti, er oft ekki hægt að sjá þá galla sem komnir eru á fiskinn, en þeir koma fyrst fram við verkunina, og lendir því á þeim, sem lætur meta fiskinn til útflutnings. Pá voru ennfremur á fundi þessum, samdar leiðbeiningar fyrir fiskimatsmenn og reynt eftir því sem hægt var að sam- ræma matið á ýmsum stöðum á land- inu. Ennfremur var á fundinum samin, reglugerð um merking á fiskumbúðum, sem nú hefur fengið staðfestingu rikis- stjórnarinnar. Samkvæmt reglum þessum á að vera hægt að rekja uppruna hvers fiskpakka, sem eitthvað er athugavert við, til þess manns eða stöðvar, sem hef- ur verkað hann, og kemur því hver fiskeigandi til að bera þær skaðabóta- kröfur, sem kynnu að lenda á hans fiski, án þess að hægt sé að dreifa ábyrgðinni yfir á aðra, og ætti það að verða aðhald fyrir menn að vanda svo sem unnt er, til allrar meðferðar á fiskinum. Ýmsar aðrar samþykktir og ráðstafanir voru gerðar á fundum þessum, sem eiga að miða að þvi, að auka álit islenzka fisksins í neyzlulöndunum, þó að þær verði ekki birtar fyrst um sinn, en það verða ísl. fiskimenn og framleiðendur að hafa jafnan hugfast, að það er komið undir þeimsjálfum, að mestu leyti, hvern- ig oss tekst að brjóta oss nýja viðskipta- markaði og halda stöðu okkar á eldri viðskiptamörkuðum í þeirri samkeppni sem nú stendur yfir. Samvinna á fundum þessum var hin bezta og bæði yfirfiskimatsmennirnir og fiskifulltrúinn, Helgi Briem, voru sam- mála um að vinna íslenzka fiskinum aft- ur það góða álit, sem hann hefur haft, en virðist vera að missa, á einstöku stöðum. K. B.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.