Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 13
ÆGIR 155 Hroðalegt slys. ViðLabrador og Newfoundlandsstrend- ur hafa mörg sjóslys orðið og sum hroða- leg, Fiutninga- og íiskiskip hafa strand- að, flskibátar ekki náð landi og aldrei komið fram, en það slysið, sem enn virð- isl mest haldið á lofti er það, sem varð í desember 1867 og er frásögnin sem hér segir: Snemma í desember 1867 lagði skonn- ortan »Queen of Svansea« út frá St.Johns og var ferðinni heitið til Tilt Cove, sem er námustaður, skammt frá, en þar álti að taka óunninn kopar í skipið ogflytja til Englands. Skipstjórinn hét Owens, þaulvanur siglingum á þessum slóðum, en með því áliðið var árs og allra veðra von, tók hann sér til aðstoðar, þessa skömmu ieið, hafnsögumanninn Duggan og einn- ig tóku sér far til Tilt Cove, læknir að uafni Dowsley og tvær ungar stúlkur og yar önnur þeirra dóttir Hoskins umsjón- urmanns koparnámanna við Tilt Cowe. Skipið kom ekki fram, en fimm mánuð- um síðar sáu menn, sem voru út á sjó uð skjóta fugla, hvar kaðall hékk út af klettasnös á eyjunni »GulI«, og fóru þeir Þegar þangað, til þess að athuga hverju þessu sætti. Þegar þeir komu upp á eyna, ui'ðu þeir þegar varir við segl sem breilt var ut og voru jaðrar þess frosnir viðsvörðinn, en er þeir lyftu seglinu upp, varð fyrir Þeim hryllileg sjón. Undir því láu lík niu karlmanna og tveggja kvenmannaog önnur lík fundu þeir auk þess, þar skammt frá. Á einu þeirra, sem reyndist vera lík læknisins, fannst vasabók og í hana var Það skrifað, sem hér fer á eftir. »Queen of Swansea« lenti í ofviðri naiklu og hríð, þegar eftir að skipið lét úr höfn frá St. Johns og í því veðri rak það á kletta, að morgni hins 12. des. og með mesta lífsháska tókst að koma streng á land og siðar öllu fólkinu, sem var 17 alls. Fjórir menn, meðal þeirra hafnsögu- maður Duggan og bátsmaður skipsins, fóru aftur út í það, til þess að reyna að ná í matvæli, en strengurinn, sem kom- ið hafði verið á land, slitnaði, og um sama leyti sökk skipið og drukknuðu þeir allir. Á fimmta degi eftir skiptapann, ritar læknirinn þetta í bók sína: »Eng- inn okkar náði nokkrum hlut er við yfirgáfum skipið, ekki svo miklu sem brauðmola, hvergi er vatnsdropa að finna nálægt okkur, allt er gróðurlaus auðn og ekkert auðið að komast, því við erum stödd á Iítilli eyju. Hvílurúm okkar er hinn harði klettur og ábreiða allra, ó- hreint segl. Eg óttast, að sumir okkar lifi ekki til morguns og býst við, að ég verði hinn fyrsti, sem læt lífið. Ég er að- fram kominn af þorsta og er að reyna að skrifa þetta undir segldúkshlífinni, skjálfandi eins og hrísla af kulda. Föt okkar eru blaut og frosin«. Viku siðar, á aðfangadag jóla, 24. des., skrifar lækn- irinn enn: »Enn þá erum við öll á lífi. Við höfum ekki bragðað matarbita af nokkru tægi, síðan við fórum frá skip- inu og engan drykk höfum við fengið, að óhreinum snjó undanskildum, kring- um seglábreiðuna og við fætur okkar. Engin orð geta lýst kvölum okkar og engin von um björgun, þótt hjálpin sé nálægt«. Hinar síðustu skrifuðu línur í bókinni, eru huggunarorð til konu og barna hans og hann getur þess, að sig langi til að skrifa meira, en kraftar séu þrotnir. t*au voru síðustu orðin og engin veit, hve lengi hópurinn hefur lifað, eða hver hefur dáið fyrst.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.