Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 18
160 ÆGIR Að öðru leyti visast til eftirfarandi upp- lýsinga um aflafregnir og tölu fiskiskip- anna í veiðistöðvum fjórðungsins. Patreksljörður. Tveir logarar þaðan byrjuðu veiðar í öndverðum febrúar og öfluðu til 15. apríl um 750 smálestir. í fyrra var aflinn yfir marzmánuð, á einn togara, um 145 smál. Bíldudalur. Þar er nú i fyrsta skipti um velrarafla að ræða. Hafa verið keypt- ir þangað tveir linugufubátar. Annar þeirra byrjaði veiðar í febrúar, hinn tals- vert seinna, en annars hafa skip þessi lagt upp talsvert af afla sínum syðra. Auk þeirra hefur og vélbáturinn »Ægir» farið nokkrar sjóferðir. Afli lagður á land á Bíldudal af skipum þessum, nemur til páska um 170 smál. Þiugeyri. Þaðan gengu nú línugufu- skipin 2, hin sömu og í fyrra, og hið þriðja bættist við skömmu eflir áramót- in. Vélbátur 10—12 lesta hefur og farið þaðan til fiskjar öðru hvoru i velur. Afl- inn á skip þessi frá áramótum til páska, talinn um 403 smálestir. I fyrra aflaðist á línugufuskipin tvö og vélbátinn, um 330smálestir til marzloka. Flateyri í Önundarfirði. í vetur gengu þaðan lengst af um 13 vélbátar. Afli þeirra til páska, talinn um 368 smálestir. Auk þess um 76 smál. (miðað við þur- fisk) af ísfiski, er selt var í Súðina í jan- úarmánuði. í fyrra vetur voru bátarnir þarna tald- ir 10, er fengu til marzloka 320 smál. og ennfremur um 32 smálestir af isfiski. Suðureyri í Súgandaftrði. Bátar gengu þaðan hinir sömu á vetrarverliðinni i ár, sem í fyrra: 6 vélbátar neðan við 12 lestir og 1 tæpra 30 lesta. Sá bátur mun þó ekki hafa lagt þar upp allan vetrar- aflann. Aflafengur þarna til miðs april um 180 smál., en í fyrravetur er aflinn til marzloka talinn um 290 smál. Bolungavlk. Þaðan gengu nú á vetr- arvertíðinni nokkru fleiri bátar, en und- anfarið, eða um 20 alls (nokkrir fóru í janúar) en 14—15 í fyrra vetur. Aflinn frá nýári til páska talinn þarna um 336 smál., en til marzloka í fyrra 313 smálestir. Hnt/sdalur. Bátar þar voru í vetur tald- ir 8, tveir af þeim eru taldir rétt ofan við 12 lestir. Einn vélbátur þaðan fórst, eins og kunnugt er, hinn 29. marz s. 1. Aflinn til páska talinn 213 smál. í fyrra vetur voru bátarnir 7 og fengu þá um 252 smál. Isajjarðarkaupslaður. 1 vetur gengu þaðan 23—25 bátar alls. 10 af þeim eru taldir um og neðan við 12 lestir. Enn- fremur aflaði togarinn Hávarður, frá miðj- um febrúar um 330 smálestir. Nokkrir stærri bátanna héðan lögðu upp allmik- ið af fiski sínum syðra. Afli á ofangreind skip talinn 1234 smál. til páska, og auk þess ísfiskur í janúar, um 70 smál. Bátar frá lsafirði voru í fyrravetur 18 alls, svo og Hávarður. Afli þeirra til páska þá talinn um 700 smál., en afþví einungis um 70 smál. á logarann. Enn- fremur var þá selt í ísfisk i janúar um 220 smál., en allmikið af því var af bát- um úr Hnifsdal og Álftafirði. Áljlajjörður. 8 bátar gengu þaðan í vetur, einn þeirra lítið yfir 12 lestir. Afli þeirra tii páska talinn 249 smál. í fyrravetur voru bátarnir þarna 6, og fengu 224 smál. til marzloka. Loks er að nefna Sléiluhrepp (Aðalvik og Hesteyri). Þar var lítilsháttar byrjað á fiskveiðum í marz af 5-6 vélbátum, og fengust til páska rúmar 40 smál. Svo sem sézt af framanrituðu, má vetraraflinn heita mikið góður héríum- dæminu yfirleitt, en þó víðast hlutfalls- lega minni en í fyrra, einkum þegar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.