Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 4
278 ÆGIR Án þessara merkja segðu fiskarnir ekki neitt. Svona löguðum merkjum veittu menn snemma athygli og það varð til þess að farið var að merkja fiska í þeim tilgangi, að afla sér þekldngar á háttum þeirra og menn byrjuðu eðlilega á vatnafisk- um, einkum laxinum og merkin voru einföld, mislit bönd eða borðar, sem bundin voru um sporð fisksins, stýfing veiðiuggans, eða mark á sporðinum. Á miðri 17. öld hafði Englending einum þegar tekist að fá vissu fyrir því, að lax gengi að jafnaði til hrygningar í sömu á og hann er klakinn f, með því að binda merkjaböndum um sporð laxseiða, áður en þau gengju til sjávar. Sfðar fullkomn- uðust merkingaraðferðirnar. Mennfundu upp tölusett merki úr silfurvír, sem fest voru í bakugga fisksins eða tölusettar málmplötur, til að festa á kjálkabarð (tálknlok) fisksins, fóru svo að skrásetja hina merktu fiska, mæla þá ogrannsaka á ýmsan hátt, áður en þeim væri slept og var gert ráð fyrir þvi, að eitthvað af þeim mundi endurveiðast og ætlast til að veiðimenn veittu merktum fiskum eftirtekt, skiluðu merkjum af endur- veiddum fiskum og gæfu upplýsingar um þá. Þesskonar merkingar fóru menn að gera i miklum mæli á laxi upp úr miðri síð- ustu öld, með góðum árangri og gengu Bretar vist þar á undan, en Kanada- og Bandarikjamenn, Svíar, Norðmenn o. íl. hafa og unnið mikið að þvi. Með þess- um merkingum hafa fengist margar og merkilegar upplýsingar um göngur lax- ins og í sambandi við breisturrannsókn- ir, um ýmsa aðra lffshætti hans, en út i það leyfir tíminn ekki að fara frekara hér (vil í þess stað visa í Fiskabók mina). - Hér á Jandi hefur lítilsháttar verið gert að því hin síðari ár, að merkja sil- ung og lax, en um árangurinn hefur lit- ið verið birt enn. Það tók lengri tíma, að farið væri að merkja reglulega sjófiska, einkum vegna þess, að náttúrufræðingarnir sneru sér seinna að rannsóknum á lífi sjófiskanna yfirleitt og af þvi að hin mikla viðátta sjávarins krafðist meiri umsvifa og sam- vinnu við menn, jafnvel við óbreytta fiskimenn, í öðrum löndum eða ríkjum. Munu Danir hafa manna fyrst byrjað á því upp úr 1890, með því að merkja skarkola (Rödspætte). En það kom fyrst verulegt skrið á framkvæmdirá því sviði, er hinn mikla fiskirannsókna-samvinna hófst fyrir 30 árum. Komu hlutaðeigend- ur sér saman um gerð merkjanna, skuld- bundu sig til að taka á móti annara rikja merkjum, þegar þau bærust þeim frá þeirra eigin-fiskimönnum (t. d. tóku Bretar að sér að skila Dönum merkjum er þeir höfðu sett á fisk við Færeyjar, en breskir fiskimenn veitt), hétu á fiski- menn, að taka eftir merkjum, hirða þau og skila þeim, ásamt ýmsum upplýsing- um, um hinn merkta fisk, til ákveðinna stofnana eða einstakra manna, oglofuðu lítilsháttar verðlaunum fyrir góða skil- semi. En án þessarar aðstoðar fiski- mannanna sjálfra hlutu merkingarnar að verða árangurslitlar. Þannig sendi Johs. Schmidt þessa áskorun i blöðunum til ís- lenzkra fiskimanna, þegar Danir byrjuðu þorskmerkingarnar hér við land, 1903: Fiskimenn! Muniö eftir, ef pér fáiö merkta þorska, 1) að hirða merkiö og 2) sendaþaö tilBjarnaSæmundssonariReykja- vík, ásamt stuttri skýrslu um, hvaða dag og hvar fiskurinn var fenginn og hve langurhann var meö höfði og hala. þér fáið svo 1 krónu fyrir hvert merki. Merki samvinnu-rannsóknanna eru plata úr svörtu ebóníti, hvítu beini eða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.