Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 14
288 ÆGIR ið, einungis að Eyjafjörður geti komið til greinact. Tillaga þessi var samþ. 13. Þá lagði sama nefnd fram svo hljóðandi tillögu viðvíkjandi verksmiðju- rekstri á Raufarhöfn. ^Þar sem líkindi eru til, að verksmiðj- an á Raufarhöfn verði framvegis starf- rækt, lítur þingið svo á, að fyrst um sinn sé ekki ástæða til að mæla með ríkishjálp til rekstrar þar. Auk þess er mál þetta svo lítið undirbúið. og þing- menn ekki nægilega kunnir staðháttum, og vill því að svo komnu máli ekki taka neina ákvörðun um verksmiðjurekstur þarna, þó það hins vegar viðurkenni að nauðsyn beri til, að síldarverksmiðja sé þar starfrækt«. Tillaga þessi var samþ. 14. Þá las erindreki Páll Halldórsson upp greinilega og ítarlega skýrslu um starf erindrekans yfir árið og að nokkru leyti um ástand útvegsins í umdæmi hans. Forseti þingsins vottaði honum þakklæti þess fyrir skýrsluna, og var þá tekið fyrir næsta mál á dagskrá. 15. Mat á þurum beinum. Málshefjandi Jónas Jónsson. 1 þessu máli var samþ. svo hljóðandi tillaga »Fiskiþingið telur ástæðu til þess, að þur bein til vinnslu séu metin og felur Fiskiþingi íslands að taka málið til at- hugunar«. 16. Slysatryggingarmál. Varaforseti fé- lagsins Stefán Jónasson var málshefj- andi. 1 málið var kosin 3 manna nefnd. Iíosningu hlutu : Jóhannes Jónasson, Sig- urvin Edilonsson og Páll Bergsson. Þá mætti á fundinum fulltrúi fyrir Dalvík- urdeild, Loftur Jónsson. 17. Þá las forseti upp fjárhagsreikning fjórðungssambandsins fyrir árið 1932. Eignir í sjóði 1. jan. 1932 kr. 902,70. Reikningurinn var samþ. 18. Fjárbeiðnir og umsóknir um með- mæli til Fiskifélag Islands, um fjárstyrki. Samþ. að kjósa 3 manna nefnd í málið. Kosningu hlutu : Páll Halldórsson, Guðm. Pétursson og Þorsteínn Stefánsson. 19. Samþ. var að senda eftirfarandi skeyti til Jóns Pálmasonar þm. Húnv,: Alþm. Jón Pálmason, Reykjavík. »Fjórðungsþingið samþ. í dag eindreg- in meðmæli Skagaströnd, sem sildar- bræðslulóð, ef nægilegar hafnarbætur fást á næstu 2 árum. 1 umboði fjórðungsþingsins. Guðm. Pétursson, Páll Bergsson«. 20. Þá samþ. þingið svo hlj. tillögu. »Fjórðungsþingið heimilar stjórninni, að verja allt að 1200 kr. til fulltrúafund- ar útgerðarm. og sjóm. í fjórðungnum, ef henni þykir nauðsyn bera til«. 21. Síldarsamlagsmál. Nefndin i því máli lagði fram nokkrar tillögur. »Fjórðungsþingið er ekki mótfallið skipulagsbundinni sölu á sild, sé félags- skapurinn stofnaður og starfræktur á heilbrigðum grundvelli, en vill ekki leggja til að stofnaður sé slíkur félagsskapur að svo stöddu«. Minni hluti nefndarinnar lagði fram svohljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið telur æskilegt, að sfofnað verði lögverndað síldarsamlag. þar sem sildareigendur einir hafi öll yflr- ráð samlagsins í sfnum höndum. Fáist það ekki, lítur þingið svo á, aðsalasild- ar eigi að öllu leyti að vera frjáls og án afskifta hins opinberaa. Meiri hluta nefndarálitið var samþ. með 6 atkv. gegn 3. Þá bar sama nefnd upp svo hljóðandi tillögu. »Fjórðungsþingið leggur eindregið til að ríkisstjórnin leiti samninga við sænsku rikisstjórnina, um að Sviar kaupi enga sild, sem veidd sé við lsland fyrir 25. júlí, og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.