Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 19
ÆGIR 293 Geri menn tilraun við land, hve þungir þeir steinar þurfi að vera, sem hnýttir væru á skaut og veðurkló bátsegls, án þess að mastur sykki, þá má reka fyrir þvi, sé í mastrið þannig bundið, að það haldist þvers fyrir stefni bátsins og hinir prófuðu steinar séu hafðir í bátnum til taks, Nú er bæði vilji og geta sjómanna þannig, að vanti bát, líður ekki á löngu þar til farið er að leita og drengilega brugðið við til hjálpar. Hið fyrsta skil- yrði til þess, að hjálpin komi að notum er, að opnum trillubát sé haldið á floti. Til þess er rekakkeri og lýsi öruggasta meðalið. 78 menn eru til þessa farnir í sjóinn á þessu ári. Virðist fiskimönnum ekki tími til kominn að gera sitt til að draga úr slíku manntjóni? Reykjavík 16. des. 1933. Sveinbjörn Egilson. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1933. 21. Leiðrétting. N. breidd Kolbeins- eyjar er 67° 07.5'. Fjarlægðin frá Grímsey er 36 sm. í NNV. (sbr. A. f. s. nr. 6, 12). 22. 1 Vib í M.ýrdal hefir verið stofnuð björgunarstöð með fluglínutækj- um N. breidd 63 ° 25' , v. lengd 19 0 01' . 23. f kaupfélagshúsinu við Skaít- úrós hefir verið sett upp björgunar- stöð með fluglínutækjum. N. breidd 63° 39', v. lengd 17° 50'. 24. Á Haröbak á Melrakkasléltu hefir verið stofnuð björgunarstöð með fluglínutækjum. N. breidd 66° 31', v. lengd 16° 00'. 25. í Sauðanesvita hefir verið sett rautt ljós vestur j^fir Hammersboða og Málmeyjarboða, þannig að ljós vit- ans eru: rautt fyrir sunnan h. u. b. 75°, hvitt frá 75° til 221 ° og rauttfyriraustan og sunnan 221 °. 26. Um 5 sm. í V.S.V. af Stórhöfða í Vestmannaeyjum er talið vera grunn, Bræörabreki, á 63 0 22'9 nbr., 22 ° 28'2 v.lgd., sem ekki er sýnt í kortunum. Grunnið verður athugað nánar við fyrsta tækifæri. 21/u 1933. Vitamálastjórinn. Th. Iírabbe. Reglur um stýrisfyrirskipun á ísl. skipum. Samkvæmt lögum nr. 56, 23. júní 1932, eru hér með settar eftirfarandi reglur: Frá þessum degi skulu stýrisfyrirskip- anir á íslenzkum skipum, þ. e. skipanir til þess manns, sem stendur við stýrið, gefnar með orðunum »stjórnborða«, »bakborða«, eða »til stjórnborða«, »til bakborða«, eftir því sem við á. Þegar stýrisfyrirskipunin »stjórnborða« eða »til stjórnborða« er gefin, er með því ætlast til að slýrisblaðinu og stýris- hjólinu sé snúið til stjórnborða, og gagn- kvæmt þegar stýrisfyrirskipunin »balc- borða« eða »til bakborða« er gefin. Reglur þessar öðlast gildi þegar í stað. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 3. júlí 1933. Magnús Guðmundsson. Vigfús Einarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.