Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 9
ÆGIR 283 Thor Jensen sjötugur. Hinn 3. desember varð Thor Jensen sjötugur. Hann er fæddur í Danmörku, en kom hingað til lands um fermingar- aldur og hefur að mestu dvalið hér síð- Thor Jensen. an. Veru sína hér byrjaði hann við verzl- un á Borðeyri og fram eftir æfinni var verzlun hans aðalstarf en um leið stund- aði hann landbúnað, átti jarðir og kvik- fénað, var og hefur ávalt verið stórhuga maður. Hann var einn af þeim, sem stofnuðu hið fyrsta togarafélag landsmanna, félag- ið »Alliance« og síðar »Kveldúlfsfélagið«, sem er hið stærsta útgerðar- og verzl- unarfélag landsins. Sömuleiðis var hann einn af framkvæmdastjórum P. I. Thor- steinsson & Co., almennt nefnt miljóna- félagið, sem var eítt með hinum mestu verzlunartyrirtækjum þessa lands ogveitti mönnum vinnu í þúsundatali. Slæm ár og ýmsir örðugleikar urðu til þess, að félagið varð að hætta í Iok ársins 1913, en hefði það komist yfir það ár, myndi það að líkindum starfa enn, sem hið stærsta og öflugasta verzlunar- og út- gerðarfélag landsins. Thor Jensen átti drjúgan þátt i stofn- un Eimskipafélags íslands og var form. maður í bráðabirgðastjórninni, sem hratt máli því áfram. Hann var einn af eigendum og fram- kvæmdastjóri Iíveldúlfs fyrstu árin, mun hafa stjórnað þar einn og farið sínar leiðir. 1 nóvember 1922, festi hann kaup á jörðinni Korpúlfsstöðum í Mosfells- sveit og byrjaði þar búskap, vorið 1923, en þá gerðust hinir efnilegu synir hans framkvæmdastjórar Kveldúlfs. 1 höndum Thor Jensens, er hin litla jörð á 10 ár- um orðin hin mesta bújörð landsins, að víðáttu, húsum, nýtízkuvélum og verk- færum og bóndinn þar er hann sjálfur þótt sonur hans sé bústjóri. Thor Jensen er gáfumaður og hefur alla sina tíð verið stórhuga og afkasta- maður með afbrigðum. Spánarför fyrir 44 árum. Það var árið 1889 að fyrsti stóri flski- kútterinn, sem hingað var keyptur, kom til Reykjavíkur. Það var kútter Margrét, er Geir kaupm. Zoéga hafði keypt þá um veturinn í Danmörku og sent Guð- mund skipstjóra Kristjánsson, ásamt 4 hásetum til að sækja, en stýrimaður var danskur. Yar þetta vandað og gott skip, aðeins 6 ára gamalt, smíðað í Danmörku, rúm- ar 80 smálestir að stærð. Kom það hing- gð í marzmápuðj þlaðið vörum til eig-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.