Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 17
291 ÆGIR 33. Þá för fram forsetakosning fyrir Fjórðungs-sambandið. Kosningu hlaut Guðmundur Pétursson með 9 atkv. — Enn fremur fór fram kosning á vara- forseta. Kosningu hlaut Stefán Jónasson með 6 atkv. Þá var kosinn féhirðír Jóhannes Jón- asson með 4 atkv. 34. Næsti fundarstaður Fjórðungs- þingsins ákveðinn á Akureyri. 35. Kosnir endurskoðunarmenn reikn- inga: Páll Halldórsson og Stefán Jónasson. Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Guðmundur Pétursson. Páll Bergsson. Kuldarnir í Evrópu. Það sem af er vetrarins hefur hér um land allt verið einmuna tíð, oftast hlýtt í veðri og má til þessa heita snjólaust hvervetna. Hið sama másegja um Græn- land. Öðrnvísi er veðurlag er sunnar dregur og hinn 13. desember eru fréttir þaðan sem hér segir: Allhart er nú orðið í Danmörku, og er ís óðum að leggja á skipaleiðir inn- anlands. Á Skive og Odense höfnum er nú fastur lagnaðaris, sem farinn er að tefja skipagöngur, og við Bornholm og við- ar er einnig getið um isalagnir. Allir fjór- ir isbrjótar ríkisins eru að búast til ferð- ar. og eru tveir þeirra nú að taka kol. Á morgun er gert ráð fyrir, að þeir verði tilbúnir. Frostið heldur áfram í Danmörku, og hefur fiskur drepist af þeim orsökum í geymslustíum fiskkaupmanna í Esbjerg, og valdið miklu tjóni. Frá Osló koma fregnir um vaxandi íslagnir á norskum fjörðum og höfnum. Er meðal annars getið um is alla leið suður í Tönsberg. Kuldarnir í Mið-Evrópu hafa nú breiðst út til Norður-Ítalíu, og hafa slíkir kuld- ar ekki komið þar í mörg ár. 1 Verona var í morgun (13. des.), 7 stiga frost, í Flórenz 6 stig, en í Milano 4 stig. 1 Mil- ano og nágrenni hefur verið mikil snjó- koma, og veldur hún töfum á umferð. 1 Suður-Frakklandi eru einnig miklir kuldar, og var frostið 21 stig í Argonne- skógi í morgnn (13. des). Fáein orð um öryggi á sjónum. Þetta hefti, endar tuttugasta ár ritstjórn- ar minnar við tímaritið Ægir, og þar sem ég í byrjun árs 1914 tók mér fyrir hendur að benda fiskimönnum á ör- yggistæki það, sem við almennt nefnum rekakkeri, en má þó kalla nafnlaust enn þar sem það oJlicielt heitir dragald, en manna meðal er nefnt eftirfarandi heit- um: drifakkeri, drifpoki, andþófsstjóri og rekakkeri, þá langar mig til að enda árið 1933, með því að minnast fám orð- um á þá öryggisráðstöfun formanna báta, sem nú i 20 ár hefur verið forsómuð og þó hefur verið hamrað á, í hverjum árgangi Ægis og skorað á menn að reyna það, en árangurslaust. Erlendis þykja rekakkeri sjálfsögð, en hér óþörf, með því er allt sagt, en hinar tíðu drukkn- anir og hvarf báta bendir á allt annað. Sem stendur er ófullnægjandi löggilt reglugerð um útbúnað árabáta og hvað þeim skuli fylgja er þeir fara á sjó, og kemur það af því, að árið 1921, þeger verið var að taka saman »Tilskipun um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra«, voru trillubátar vart til, nafnið þekktist ekki og engan grunaði framtið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.