Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 18
292 ÆGIR arverksvið þeirra, það, sem nú er komið daginn. Rekakkeri og góður kaðall, um 30 fm. langur 3—4 tomma gildur, kostar 60— 70 kr.; það eru útgjöldin fyrir trillubát, en þau geta líka bjargað mönnum og skipi, en þeir sem vilja komast hjá slílc- um útgjöldum, geta kennt því um, að fyrir því séu engin skrif, sem heimti það, og það er rétt, reglugerð vantar, stað- festa af konungi. En til þess að menn geti glöggvað sig á, hvað aðgætinn íiskimaður og formað- ur kysi og ætti að hafa í hát sínum er hann leggur út á djúpið til veiða, set ég hér reglur, sem menn ættu að athuga, og íhuga hvort ofmikið er tiltekið, þegar þess er gælt, að vélar geta ávalt bilað og sjór er oft sóttur i svartasta skamm- deginu. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. hefur sett eftirfarandi ákvæði í vátryggingar- skírteini fyrir opna báta með hreyfivél. Um vátrgggingu þessa gilda þessi atriði: 1. Skírteini þetta tryggir eigi gegn tjóni, er stafar af hernaði, og eigi gegn tjóni, er stafar af tundurskeytum eða tundurduflum, hvorki þeim, sem við festar liggja eða eru á reki, þólt á friðartímum sé. 2. Fylgja ber hverjum bát: a) Ljósker með skæru ljósi. b) 4 árar, framsegl, fokka og klýfir. c) Akkeri eða dreki með 9 feta keðju með 50 faðma löngu stjórafæri, 4 þuml. að hringmáli. d) 2 austurtrog eða fötur, rekakkeri og áttaviti. c) Loftkassar skulu settir í alla báta sé þess kostur og séu þeir ekki minni en 10°/o af rúmmáli bátsins. f) í bátunum skal vera tvöfalt fram- stefni og gegnumhnoðaður minnst annar hver bandanagli og traust krikkja í barka, með augabolta til þess að festa í dráttartaugar. 3. Reglum þeim og fyrirmælum, er gilda á hvaða tíma sem er, um eftirlít af hálfu hins opinbera með opnum mótorbátum skal nákvæmlega fylgt. 4. Sé fyrirmæla 2. gr. ekki gætt er vá- tryggingin ógild. Sé fyrirmæla 3. gr. ekki gætt er tjón það er af því hlýst vátryggjendum óviðkomandi. 5. Pegar slys ber að höndum, er vá- tryggðum skylt að gera allar ráð- stafanir til að bjarga og vernda hið vátryggða og draga úr tjóni þvi, er af slysinu hlýzt; svo er honum og skylt að skýra vátryggjendum frá málavöxtum svo fljótt sem auðið er. 6. Skaðabætur greiðast í siðasta lagi 2 mánuðum eftir að öll skilríki, sem með þarf, hafa verið lögð fyrir vá- tryggjendur. 7. Ef báturinn reynist svo skammt settur, að sjór nái til hans svo hann verði fyrir áföllum, er sá skaði fé- laginu óviðkomandi. Þó það sé aðal- reglan að bátar skuli settir eftir hvern róður, má í einstökum tilfellum veita undanþágu, ef félagið samþykkir legufæri og legustað. Menn bera það fyrir sig, að rúm í litlum fiskibátum leyfi ekki ioftkassa, en aldrei ætti þó rúm að vera svo takmark- að, að ekki kæmust þeir loftkassar fyrir, sem bæru eða fleyttu vélinni. Ressi ákvæði félagsins eru í fyrsta lagi sett, til að draga úr áhættu tryggingar- innar, en um leið eru þau sett með til- liti til öryggis mannslífa á sjónum. Stjórafærið má hafa við rekakkerið þegar ástæður heimta, að það sé notað. — Það má reka fyrir mörgu, ef í nauð er komið, en fyrir smábáta er tilbúið rekakkeri hið bezta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.