Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 6
280 ÆGIR aðsflóa 1904, sumir strax eða næsta sum- ar, á staðnum, 2 fyrir norðan land, eft- ir 13 og 25 mán. og 1 rak á Breiða- merkursandi, eftir 5V2 ár. Af 26 fiskum, merktum á Eyjafirði 1905, veiddust 2 aftur í flrðinum og af 391 fiski, merkt- um á Skagafirði sama sumar, höfðu í árslolc 1907 endurveiðst 15 eða 3,84°/o sumir á Skagafirði eða Eyjafirði, aðrir og flestir á Húnaflóa, í ísafjarðardjúpi, Breiðafirði og 1 í Faxaflóa (Garðsjó) eft- ir 1—2 ár — o: sumir höfðu haldið kyrru fyrir við N-land, en aðrir leitað (vegna hrygningarinnar) í hlýja sjóinn fyrir vesturströndinni, líkt og skarkolinn og vaxið meira eða minna, eftir þroska og tímalengd frá merkingu, eins og hann. Árin 1906 — 07 fóru engar merkingar fram, en sumarið 1908 voru þær teknar upp á ný —í hlýja sjónum við V-strönd- ina ; þá voru merktir 605 skarkolar, flest- ir í Faxaflóa, en nokkurir í Patreks- fjarðarflóa og út af Barðanum. Sumar- ið 1909 voru enn merktir 200 skarkolar og svo 200 þorskar (stútungur og þyrsk- lingur) í Faxaflóa sunnanverðum og var tilgangurinn aðallega sá, að fá vitneskju um göngur og vöxt þessara fiska í hlýja sjónum, eins og áður i kalda sjónum.— LJtkoman af þessum merkingum var í stuttu máli þessi: Af 805 skarkolum end- urveiddust alls 248 eða 30,9°/o, flestir á þeim stöðum, sem þeim var sleppt á, eða í nánd við þær, bæði í Faxaflóa og við Vestfirði, jafnvel eftir 1—2 ár; einstaka höfðu farið úr Faxaflóa norður með, allt að ísafjarðardjúpi, eða suður fyrir, allt til Vestmanneyja, o: skarkolinn reynd- ist miklu staðbundnari við V-ströndina, en við N- og A-ströndina. — Af 200 uppvaxandi þorskum, merktum í Faxa- flóa, endurveiddust 30 eða 15% og hafði að eins einn þeirra farið út úr flóanum, á allt að 14 mánuðum, sem liðu frá merkingu, til þess er síðasti fiskurinn endurveiddist, þessi eini veiddist i ísa- fjarðardjúpi (út af Vigur). Sýndi þessi fiskur sig álíka staðbundinn og skarkol- inn og þó öllu meira, enda hafði ekkert af honm náð æxlunarþroska. — Sam- eiginlegt með báðum þessum fiskateg- tegundum var það, að vöxtur þeirra reyndist miklu örari í hlýja sjónum við V- og SV-ströndina, en í kaldari sjón- um við N- og A-ströndina. Margt fleira leiddu þessar merkingar yfirleitt í ljós, sem hér er ekki tími til að greina frá. Eftir 1909 leið langur tímisvo.að ekk- ert var merkt hér við land. Var það ekki fyr en eftir slyrjöldina miklu og eftir að Danir höfðu fengið sér nýtt rannsóknar- skip (»Dönu«)i staðinnfyrir »Thor«, að þeir komu hingað aftur til rannsókna 1924. Tóku þeir þá aftur upp fiskmerk- ingar, en á nokkuð annan hátt, en áður. Því að þeir lögðu nú meiri áherzlu á að merkja fullorðinn þorsk, við allar strend- ur landsins, einkum við ströndina (Vest- manneyjar og Selvogsbanka), og hefur því verið haldið áfram siðan, með þeirri breytingu, að íslendingar hafa merkt þorskinn að nokkuru leyti, við Suður- ströndina (á »Pór« eldra og yngra) og við Norðurland (á bátum). Skarkoli hef- ur líka verið merktur, en að eins á þrem af hinum gömlu stöðum : Faxaflóa, Skjálf- anda og Vopnafirði. Fjöldi fiska af báð- um tegundum hefur verið merktur, og margir endurveiðst, en ógerningur yrði að skýra nokkuð nánara frá því hér, auk þess sem enn er ekki búið að vinna úr þeim gögnum, nema að nokkuru leyti. Hér skal því að eins tekið fram: Alls hafa verið merktir hér siðan 1924 3803 þorskar og af þeim endurveiðst hér 276, og að útkoman af þessum merkingum er yfirleitt hin sama og af eldri merk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.