Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 4
110 ÆGIR ur að sjá um að snúa þeim öðru hvoru svo fiskurinn grotni ekki. Bezt er að þurka á möl eða túni, en ef þurkað er á túni, verður að gæta þess, að taka hausana þaðan áður en grasspretta fer að verða að nokkru ráði. Þegar hausar, sem breiddir hafa verið á jörðu hafa náð því að skelja, eða komin er á þá þur skorpa, er nauðsynlegt að reisa þá upp. Er það gert á þann hátt, að fjórir hausar eru látnir styðjast saman með þvi að sitja á liðnum, og getur þá vindur og sól leikið um þá, en vatn nær ekki að festast á þeim. 5. Geymsla á skreið: Pegar skreiðin er orðin full-þur, en það er hún ekki fyrr en kinnfiskurinn er orðinn vel harður og hvítur, má hlaða henni í all-stóra hlaða, t. d. 4 x 10X31/2 Sé vegghæðin 2 V2 m. og kúfur eða ris 1 m. t*á skal breiða yfir segldúk eða striga. Hlaða skal á stakkstæði úr stóru grjóti er sé lagt gisið svo loft komist á milli. Ef kostur er, skal geyma skreiðina i hjalli með þaki eða öðru geymsluhúsi, þar sem loft kemst að i ríkum mæli. Skreið má ekki geyma í mjög þéttu húsi, nema skrauf-þur sé, einkum yfir veturinn, því þá slær hún sig og byrjar að rotna. Hausa, blauta eða þurra, skal aldrei geyma lengi í fönn. 6. Verkun á hryggjum: Um þurkun þeirra er vart að tala að vetrarlagi, nema þeir séu kippaðir og hengdir upp, eða breiða þá á palla eða grind- ur, þar sem lítt festir snjó. Þó lánast það seinni part vetrar, að breiða þá á harðbala og þurlend tún og einnig á malarkamba. framan, er enginn vafi á þvi, að hægt er að framleiða fyrsta flokks vöru, en það er aðal-skilyrðið til þess að seljand- inn geti fengið hátt verð fyrir sína fram- leiðslu, og kaupandinn geti framleitt gott fiskimjöl. Þar sem gera má ráð fyrir, að áður en langt um líður, verði sett mat á þessa vöru eins og aðrar svipaðar afurðir, þá virðist vera kominn timi til þess að þeir, sem þessa vöru verka, dragi ekki lengur að vanda hana svo sem föng eru á til þess að geta orðið aðnjótandi hinns bezta verðs. Við sölu alls fiskimjöls er krafist ná- kvæmrar efnagreiningar á því. Af eggja- hvítuefnum þarf innihald þess að vera minnst 50—60°/o, og aðal-skilyrðið til þess að ná þvi, er að hráefnið sé fisk- mikið. Vatns-innihald mjölsins má ekki fara fram úr 12—15%, og sést af því hversu nauðsynlegt atriði það er, að hráefnið sé vel þurt. Ennfremur er þess krafist, að salt og feiti fari ekki fram úr 3%. Fleiri efni koma að sjálfsögðu til greina við sölu fiskimjöls, en þessi eru hin þýðingarmestu og ráða að miklu leyti úrslitum um verðið. Eitt atriði er það ennþá, sem ávalt er spurt um, og það er litur mjölsins. Ljóst mjöl er mikið betri markaðsvara en dökkt. Þarafleið- andi gerir sandur og önnur óhreinindi í hráefninu mjölið verðminna og lakari markaðsvöru. Aths.: Orðið skreið er látið standa hér óbreylt, en þótt það áður væri almennt nafn á harðfiski og hertum hausum, sbr. skreiðarferð, skreiðarbaggi o. s. frv., þá þýðir orðið skreið, hópur, torfa, ganga, einkum af fiski. Ef fylgt er þeim aðferðum og ráðlegg- ingum, sem gefnar hafa verið hér að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.