Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 16
122 ÆGIR gerðarmenn þar heitið að gefa andvirði afla úr eins dags róðri í sumar til öldu- brjósts byggingarinnar. Er þess að vænta, að þetta mál nái fram að ganga sem fyrst, því þörfin er brýn, enda hafa Svarfdæl- ingar sýnt mátt samtakanna í verki með stórkostlegum vegalagningum, eftir endi- langri sveitinni, með byggingu sundskála, frystihúss, myndarlegs fundahúss o. fl. — Enn fremur munu þeir hafa í hyggju, að koma sér upp dráttarbraut fyrir báta sína nú á næstunni. Er gott til þess að vita, að menn brjót- ist í að koma á þarflegum umbótum, að mestu af eigin rammleik, í stað þess að heimta allt af þrautpíndum ríkissjóði, en leggja að öðrum kosti árar i bát og heykjast á framkvæmdunum. Akureyri, 10. apríl 1934. ViröÍDgarfyllst Páll Halldórsson. Róörartal og vinna, talin í Ul.st. við mb. „Freyju" Eyr- arbakka. Vertíðina 1933, formaður Jóhann Bjarnason, Einarshöfn. Skýrslan er frá Pórði Jónssijni háseta á bátnum. Hr. ritstjóri »Ægis«. Vegna áeggjunar Guðmundar Isleifs- sonar á Stóru-Háeyri, þá sendi ég yður þetta róðrartal mitt frá vertíðinni í fyrra, ef þér viljið birta það í blaðinu »Ægir«, eða þá útdrátt úr skýrslunni. Ég hef lengi róið, ýmist verið á opn- um skipum í Éorlákshöfn eða hér á vélbátum, og allt af haldið greinilega skýrslu yfir afla minn og róðra. Afli á skip, kl.st. Febr. 23. Mokað skarð í ishrönn við sjóinn...................... » 5 — 24. M.b. »Freyja« 9 smálestir að stærð — sett niður ......... » 8 Marz 2. Mokað sandi frá flskbyrgi o. fl....................... » 4 — 7. Róður og fleira við útveginn 275 13 — 9. Ýraisleg vinna við veiðar- færi........................ » 4 — 10. Róður og vinna við veiðar- færi........................ 250 12 — 11. Róður og unnið við veiðar- færi........................ » 12 — 12. Róður, aðgerð o. fl. 750 14 — 16. — - — .......... 650 15 — 17. — — — ......... 1363 15 _ 18. - — - ......... 1328 16 19. — — — ......... 1248 15 — 20. Við uppstokkun á »línu« o. fl. » 8 — 28. Róður, hreinsaðar netatross- ur, en fiskur morkinn og ónýtur ..................... » 15 — 29. Umsöltun o. fl............. » 12 — 30. Róður...................... 1205 17 April 1. — ..................... 1038 12 — 3. — o. fl.................. 120 15 — 4. Skorið af uppteknum netum » 2 — 5. Við sama ..................... » 8 — 9. Róður....................... 270 12 — 12. — o. fl.................. 600 18 _ 13. — - ................... 800 16 _ 17. — — .................... 165 15 — 18. Felld net..................... » 7 — 21. Róður o. fl................. 550 12 _ 22. - — 1087 13 _ 24. — — 404 12 _ 26. — — 300 15 _ 27. - ..................... 800 17 _ 28. — ....................... 750 15 _ 29. — ..................... 500 15 _ 30. — ..................... 500 15 Maí 2. — ..................... 900 15 — 5. Við ýmislegt ................. » 5 — 7. Róður og fleira ............ 850 15 Alls 16703 438 Um annan fisk er ekki að ræða en þorsk, en því miður hafði ég ekki að- skilið »linufisk« og netafisk, þar sem bæði þau veiðarfæri voru notuð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.