Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1934, Side 8

Ægir - 01.05.1934, Side 8
ÆGIR 114 stefnuna«, og auðvitað við Arnfirðingar líka. Aldan hefst á héraðsþingi Vestur- lsfirðinga, og þingmaður þeirra (forsæt- isráðherra) styður þá með ráði og dáð til framkvæmdanna. Sýnist ekki háttv. greinarhöfundi þeir næsta margir, menn- irnir með »hræðsluna við framfarirnar?« ----Enn fremur segir í athugasemdinni: »t*að er sami óttinn, sem kom fram á móti lóðanotkun, á móti þorskanetum, hvalveiðum!,snurpunótinni,legulóðunum, mótorvélum, kúfiskbeitu« o.s.frv. o.s.frv. Hvílík hrúga af glæpum! Hvaðan hafa sjómenn vorir hið mikla álit sem sjó- sóknarar, aflamenn, kjarni þjóðarinnar, hetjur (allt þetta hafa þeir verið nefndir), ef öllu þessu hefur orðið að troða í þá af sérfræðingum og »valdhöfum?« Mikil er ósérplægni þeirra manna, sem leggja allt í sölurnar til þess, að kenna mönnum blessun dragnótarinnar. En sannarlega höfum við Vestfirðingar nógu lengi þagað í von um, að stjórnar- völd sæju þarfir vorar, þær sem vér nú gerum kröfu til. Um viðhorf mitt til »innilokunar- stefnunnar«, ræði ég ekki á þessum vett- vangi, en ég sé ekki betur, en að hún gangi nú yfir heiminn svo, að forset- arnir eru í stakasta öngþveiti. En eins og landhelgislínan er nauðsynleg inni- lokun fyrir boinvörpunni, svo er og fjarða- friðunin sjálfsögð vernd fyrir dragnótinni. Mér er alls engin huggun í að heyra það af munni K. B., að aflaleysið í Arn- arfirði sé ekki dragnótinni að kenna. Ég hef alls engu haldið fram um það, og dettur það ekki í hug, nema hvað ég hef sagt og staðhæfi, að hún hefur spillt ýsu-afla á haustin. Væri með rök- um hægt að halda slíku fram, væri það meira en lítill ódrengskapur, að leggjast á móti friðun fjarðarins. Og það verða sérfræðingar og valdsmenn að muna, að þeim ber sama skylda til að hugsa um hið smæsta, sem hið stærsta, þegar um afkomu þjóðarinnar er að ræða, kynna sér málin, staðhættina, horfurnar, mögu- leikana til ný-sköpunar og jafnvel hugs- unarhátt manna. Fjórar síðustu línúrnar úr svargrein K. B. eru mér ný opinberun. Hamingjan gefi honum og oss öllum trú á þeim, trú, sem ekki verður sér til skammar, og eins hitt, að þau rætist sem fyrst. Afla-árin hafa verið svo fá síðastliðin 10 ár. Þessar mögru kýr hafa nú full- komlega étið upp næklir liðinna nækta- ára, svo að þörf er á betri tíð. Ég læt svo útrætt um dragnótamálið, og persónulegum árásum svara ég því að eins, að þær gangi svo í berhögg við mig, að ég sé til neyddur; en þó að þessi grein mín verði rekin úr túninu á sama hátt og hin, læt ég mig það litlu skipta. Bíldudal, 28. marz 1934. Jens Hermannsson. Nokkrar athugsemdir við togstreituna um dragnótina. Vegna þeirra samþykkta, sem streyma utan af landi um að fjörðum og flóum verði lokað fyrir dragnót, vegna áskor- ana til Stjórnarráðsins, sem mér berast til umsagnar, get ég nú ekki lengur á mér setið að leggja orð í belg þeirrar hringiðu af málflaum, skoðunum, bolla- leggingum og áskorunum, sem skapast hefur um dragnótamálið. Ég býst við þvi, að menn séu fyrir fram sannfærðir um það hvað ég muni leggja til málanna, eða á hvora sveifina ég muni hallast, en ég þykist berjast fyrir góðum málstað og skýrskota þvi til þess, að sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.