Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 18

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 18
124 ÆGIR sjór væri i skipinu, en eðlilegt þótti og hefði þá Skorup stungið upp á því, að hinn mjóslegnasti maður á skipinu væri látinn skríða inn undir ketilinn, til þess að athuga lekastað! Þegar hann hafði lokið því slarfi og gert grein fyrir, hvers hann varð þar var, kvaðstskipstjóri hafa skipað að draga inn vörpuna. Nokkru sfðar fór hann niður í vélar- rúmið og hafði þá Skorup dregið eldana úr eldholi og voru þá gólf í kyndistöð og vélarrúmi komin í kaf. Þegar skipstjórinn sá hver hættan var, sendi haun neyðarmerki til togarans »Essen«, sem var að veiðum í 2ja mílna fjarlægð. Þegar skipshöfnin fór frá »Wodan«, náði sjórinn upp í miðja bullustrokka og skömmu síðar sökk skipið; var þá kl. 3 t. 7 m. e. h. Við rannsókn i málinu kom það fram, að Friedrich Kuhr hafði vátryggt »Wo- dan« í Hamborg fyrir 40 þúsund mörk án þess að stjórn félagsins vissi um það, því skipið var vátryggt fyrir 180 þúsund mörk og auk þess 1000 pund sterling. Þegar Kuhr vátryggði skipið i Hamborg var hann ekki spurður um neitt. Hann kvaðst hafa gert þetta af varkárni, skyldi skipið farast, eða því yrði sökkt. Kuhr játaði einnig, hvað þeim Skorup hafði farið á milli og ráðstafanir þær, sem hann hafði gert þegar hann samdi við Skorup um að sökkva skipinu. Við réttarhöldin upplýstist, að botn- vörpuskipið »Wodan«, sökk hinn 20. febrúar. meðan b.s. »Essen« var að draga það. — »Wodan« sökk á 63° 53' nbr. og 23°01' vestl. lengdar um 7 mílur frá landi og var yfirgefið kl. 2Vs e. h. Fyrsti vélstjóri sökkti skipinu með því að opna loka og láta sjó streyma inn í það. Áður en farið var úr höfn, varð skipstjóri þess var, að Skorup var að vinna við nefndan loka, en athugaðiþað ekki frekar. Kuhr hvatti Skorup til verks- ins og lofaði að greiða honum 10 þús- und mörk fyrir, eins og áður er getið; ætlaði Kuhr síðan að fá þau 40 þúsund mörk útborguð hjá ábyrgðarfélagi því, sem tryggði á hans nafn. (The Fishing News) 7. apríl 1934. Frá utanríkismála-ráðuneytinu. Hinn 11. apríl 1934 gefa landbúnaðar- og fiskimálaráðherrann breski og ráð- herra Skotlands út, svohljóðanditilskipun: Enginn maður í Stóra-Bretlandi má selja, sýna, bjóða til sölu, eða hafa í eigu sinni, í þeim lilgangi að selja, nokkurn sjófisk þeirra tegunda, sem hér verða taldar, sem ekki nær þvi máli, sem tekið er fram við hverja tegund. Lýsa e. Whiting, niu og hálfur þuml. á lengd. Pykkvalúra e. Lemon-soles, níu þuml. á lengd. Langlúra e. Witches, níu þuml. á lengd. Stórkjafta e. Megrims, níu þuml. á lengd. Lengdarmál þessi skal taka frá snjáldri, að afturrönd sporðsugga, er fisknr liggur flatur. Þessi tilskipun stendur sem fiskveiða- samþykkt fyrir árið 1934. Tilskipun þessi gengur í gildi, hinn 1. dag maímánaðar 1934. Maður drukknar. 1 ofviðrinu 13. apríl s. 1. skolaði manni útbyrðis af mótorbátnum »Þorkell máni« frá Ólafsfirði, er ólag reið yfir bátinn. Maður þessí hét Jósep Sveinsson, ætt- aður úr Glerárþorpi. Hann var ungur að aldri og ókvæntur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.