Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 20
126
ÆGIR
báðum árunum, verður sú sala 4 — 5
miljónir kíló, mest saltfiskur, þorskur
og ýsa.
1 Svisslandi hefur mikið selst af frosn-
um flökum, eins og að undanförnu.
V« af aflanum var seldur á heima-
markaði til neyzlu í Danmörk.
Sex sjöundu parta af hinu útflutta,
um 42 miljónir kíló, keyptu Englend-
ingar og Þjóðverjar, likt og þeir gerðu
1932. — Á ellefu mánuðum keyptu Eng-
lendingar 18,9 miljónir kíló og F*jóð-
verjar 15,8 móts við 16,1 og 19,4 miljónir
kíló á sama tíma 1932.
Freðfiskur.
Maður, sem haft hefur með höndum,
bæði harðfisks- og freðfisksverkun, hefur
gefið eftirfylgjandi upplýsingar um það,
hvernig verka megi freðfisk í frostleysum
sé snjór við hendina, og er hans aðferð
þessi:
Stór bali er hálf-fylltur af sjó og síðan
mokað í hann snjó, þar til allt er orðið að
þykku krapi. Síðan er salt látið í balann
og hinn flatti fiskur, sem herða á, látinn
f þennan lög, sem er mátulegur (þ. e.
saltið hæfilegt) þegar fiskur, sem í hon-
um hefur legið í 4—5 mínútur, er gegn-
freðinn.
Pegar fiskurinn er tekinn upp úr leg-
inum, er honum dyfið í hreint vatn, til
að skola salthúðina af honum.
Gæta verður þess vel, að bæta snjó í
balann eftir þvi, sem hann bráðnar.
Úr 5 punda fiski með haus og hala
fæst 1 pund af harðfiski, sem mun kosta
um 65 aura — hér nærlendis — kiló af
sama fiski upp úr sjó, eru 6 aurar, og
5 punda fiskur því 15 aurar. Auk þess
fær sá sem berðir, bein, lifur og haus i
kaupbæti, og það eru einnig peningar.
Fiskveiðar Norðmanna við ísland.
I vikunni 6.—13. maí sl. lögðu 8 gufu-
skip, 527 tonn af þorski á land í Noregi;
fluttu þau þetta frá íslandsmiðum.
Verðið var 23 V2 eyrir pr. kiló, og allur
aflinn samtals 123,845 króna virði.
í sömu viku 1933, var aflinn meiri.
Þá var lagt á land í Álasundi 999 tonn
af þorski, sem jafngilti 208,270 krónum.
Alls hafa 31 skip flutt til Noregs þessa
vertið, 2,525 tonn af norsk-veiddum
íslands-fiski, og fyrir hann fengust 592,-
375 krónur. Verðið hefur verið hið sama
allan veiðitímann, 23Vs eyrir hvert kíló.
Á vertíðinni í fyrra fluttu 33 skip heim,
2,579 tonn af þorski, sem veiddur var
við ísland; var hann seldur fyrir 548,665
krónur.
Síldveiðar Dana.
Eins og síðastliðið ár ætla Danir að
gera út skip til síldveiða í sumar, undir
forustu A. Godtfredsens.
Skipið heitir »Merkur« frá Esbjerg og
ber það 1200 tons; verða á því 26 fiski-
menn frá Nyborg, Korsör og Kerteminde.
Eftir því sem veiðist, er ætlunin að leggja
síldina á land hér, og senda til útlanda
með áætlunar-skipunum, en flytja það
út með »Merkur«, sem eftir verður af
aflanum hér í september, þegar veiðar
hætta.
í lok júnímánaðar verður salt, krydd,
kol og matvæli látið í skipið, sem siðan
fer til Haugesunds og tekur þar tómar
síldartunnur. Búist er við, að það verði
komið til Islands um 1. júlí.
Færeyingar og Grænland.
1 Danmörku er altalað, að Færeyingar
fái aðgang að annari höfn á Grænlandi auk
Færeyingahafnar fyrir sunnan Godthaab.
Höfn sú, sem umræðir, verður annað-
hvort fyrir austan »Spönsku-eyju (Spa-