Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 7

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 7
ÆGIR 113 hér einna lengst og er ekki aldauða enn. Árið 1926 voru atvinnuhorfur þær, að verzlun H. B. Stephensens & Co. hrundi, og með henni útgerðar- og atvinnuhorfur. Pá var ekki annað sýnna en að algert atvinnuleysi vofði yfir þorpinu. En bjarg- ráð Arnfirðinga voru ekki þrotin. Tvö beztu skak-skipin voru keypt af íslands- banka og gerð út nokkur næstu ár með ágætum árangri. Yerzlunarfélag reis þá upp og náði yfir allan fjörðinn. Ein- stakir menn réðust þá í vélbáta-útgerð, ýmist keyptu vélar í gömlu róðrarbátana eða létu smíða nýja. Og svo ört óx þessi trillu-floti, að 1929 munu hafa gengið nær 40 bátar úr firðinum. Þetta kalla ég að trúa á framfarir. Margir lögðu þá allt sitt í þessar út- gerðir og sumir lánsfé. Það fé situr nú fast í eignum, sem ekki verða veðsettar og trauðla seldar þó menn vildu losna við þær, sem margir eru. Þess vegna viljum við hafa skilyrði til að hagnýta oss þessi nærtæku mið. Nú eru nýir möguleikar að skapast fyrir »trillurnar«. Hingað eru nú keyptir tveir linu-gufubátar, og félögin sem eiga þá, munu hafa hug á að hafa þá í för- um til Englands að hausti komandi. Enginn vafi er á því, að »trillurnar« hefðu þá ærið að starfa, ef afli væri fyrir hendi. Fái nú dragnótin að ganga ó- hindruð yfir ýsumiðin, hvers er þá að vænta fyrir þennan atvinnuveg? Og ég vil í þessu sambandi hugga K. B. með því, að þó að fjörðurinn yrði friðaður nesjanna milli, þá er mikill hluti af kola- og ýsu-miðunum fyrir utan þá línu, svo að í raun og veru væri mikill minni hluti þeirra friðaður. Dragnótin gæti allt að einu sýnt yfirburði sina og komið vitinu fyrir menn, ef þess verður auðið. Höfundurinn segir í athugasemd sinni: »En þess vegna sækja aðkomuskip þang- að með veiðitæki þessi, að héraðsmenn gera það ekki«. Jú, héraðsmenn sækja mikið á þessar slóðir, þó ekki sé með dragnót, þá með lóðum. Eg sagði í grein minni, að ég teldi það verri leið fyrir oss Arnfirðinga, að ráðast i stærri útgerð til þess, að nolfæra þessi umræddu mið með dragnót. Ég skal nú leiða nokkur rök að þessu. Flestir báta-eigendur hér við fjörðinn eru fyrst og fremst bændur, sem aðeins stunda róðra vor og haust (sbr. skýrslu erindrekans í Vestfirðingafjórðungi sama tbl. Ægis). Ef þeir verða að hætta þess- um róðrum, myndu þeir blátt áfram, sumir hverjir, ekki lifa af afrakstri búa sinna. Þegar svo útgerðin bregst eins og tvö undanfarin vor, þá er ástæða til að afkoman sé rýr. Nei, þrátt fyrir allar framfarirnar á voru landi, eiga þó róðr- arnir á opnum bátum með haldfæri og lóð, svo mikinn tilverurétt, að stjórnar- völd verða að hlynna að þeim jafnt á borði sem í orði. En bændurnir, sem stunda róðra frá septemberlokum fram á jólaföstu, þurfa þó í það minnsta að geta byrjað útgerðina með von um afla, en það geta þeir trauðla, ef þeir vita, að dragnótin fær að skrapa botninn á þessum litla bletti, sem þeir geta hag- nýtt sér. Þetta er viðhorf mitt til drag- nóta-málsins. Við vitum vel, að veiði- tækið er gott (áður sagt), en við höfum ekki tök á að hagnýta það, og þó svo værí, þá mundi allur þorri manna hér hafa þann drengskap, að viðurkenna rétt smá-útgerðarinnar og nauðsyn friðlýs- ingar fjarðarins nesja á milli. Ég veit nú að grein mín hefur verið meira töluð út frá brjósti vestfirzkra sjómanna en mig óraði fyrir, þegar ég reit hana. Svo að segja samtímis taka Dýrfirðingar, Patreksfirðingar, Tálknfirð- ingar höndum saman um »innilokunar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.