Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 21

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 21
ÆGIR 127 niolöen) eða milli smáþorpanna Na- passek og Atangik. Grænlandsstjórnin vill leyfa Færeying- um að hafa bækistöð fyrir fiskiskip þeirra á öðrum hvorum staðnum, og eiga þeir að útnefna tvo menn til þess að athuga staðhætti og segja til, á hvern staðinn þeim lízt betur, og að þeirra áliti sé betur tilfallinn fyrir fiskiskip þeirra. — Leyfi til að veiða í landhelgi hafa þeir enn ekki fengið, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Finnar. t*aðan er von á þremur leiðangrum til sildveiða hér við land i sumar. Þeirra skip eru 4-5 þúsund tonn að stærð og skipverjar alls um 300. Frá Sviþjóð er von á tveim gufuskip- um, sem salta á skipsfjöl og fylgja þeim smáskip, sem eiga að flytja aflann beim, jafnóðum og veiðist. Drukknanir á vertíð 1934. Vertíðin var mjög stormasöm fyrstu tvo mánuði ársins, og líktist mjög mann- skaðavertiðinni 1903, hvað veðráttusnertir. Um lok, 1934 höfðu alls 7 menn farið í sjóinn og drukknað, en um lok 1933 höfðu 49 menn drukknað á sama tíma- bili, eða frá 1. janúar til 12. maí. Hin ný-keyptu skip. Hinn 2. maí sl. kom »Edda« til Hafn- arfjarðar á sinni fyrstu ferð til landsins. Hinn 21. s. m. kom »Katla« til Reykja- víkur og er það einnig hennar fyrsta ferð hingað. Þessara skipa var getið í síðasta hefti Ægis (Ægir nr. 4). H/f. »ísafold á e/s. »Eddu«, og er Jón Kristófersson skipstjóri hennar. H/f. »Eimskipafélag Reykjavíkur« á e/s. »Iíötlu« og er Rafn Sigurðsson skip- stjóri á þvi skipi; var hann áður skip- stjóri á e/s. »Heklu«. Afferming skipa á Eyrarbakka. 1 vikunni fyrir hvítasunnu láu tvö skip á Eyrarbakka, sem flutt höfðu þangað vörur; var annað skonnorta »Pax«, sem færði timbur og lá á sundinu. Hitt var eimskipið »Eros«, sem fermt var mat- vælum og cementi; lá það fyrir utan brimgarðinn (skerin). Kaupfélagsstjóri Egill Thorarensen i Sigtúni veitti vörum þessum móttöku fyrir kaupfélag Árnesinga. Á átta dögum var skipað á land úr »Eros«, um 1100 tonn, og úr »Pax«, 80 standard af timbri, og auk þess 10 tonn af öðrum vörum. Er afferming þessi ekki met? Bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á saltfiski. Vér Christian hinn Tíundi, o. s. frv. GJÖRUM KUNNUGT: Dóms- og útvegs- málaráðherra Vor hefur tjáð Oss, að vegna skömmtunar á innflutningi saltfiskjar í sumum viðskiptalöndum vorum, sé það óhjákvæmilegt, að ríkisstjórnin fái íhlut- unarvald um útflutning þessarar vöru héðan. Telur dóms- og útvegsmálaráð- herrann þvi nauðsynlegt, að ríkisstjórnin fái vald til þess, að ráðstafa útflutningi þessarar vörutegundar, svo að hann verði í samræmi við ákvarðanir innflutnings- landanna. Þar sem nú er svo ástatt, sem að framan greinir, teljum Vér brýna nauð- syn bera til þess, að gefa út bráðabirgða-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.