Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 6
112 ÆGIR þeirra markað komu, til Norður-Afríku, og einnig var þá minnst á, að ufsi væri sú fisktekund, sem útgengilegust vara væri meðal Afríkumanna. Einnig hjöl- uðu menn um, að harðfiskur væri þar vel seljanlegur, og munu Englendingar og fleiri notfæra sér viðskifti þar. Án efa hafa islenzkir fiskkaupmenn athugað þessa möguleika fyrir löngu, en um markað að ráði, á norður- og vestur- strönd Afríku, hefur ekki heyrst. Komi að þvi, að Spánverjar dragi úr magni, sem Islendingar hafa selt þeim undanfarin ár, og við höldum áfram að stunda fiskveiðar eins og áður, jafnvel meir, þá hljóta menn að hugsa um hvað gera skuli við þann fisk, sem ekki má flytja til Spánar, hvernig hannskuli verka og hvar hann seljist svo, að eitthvað fáist í aðra hönd. Það þarf góða stjórn og mikla hlýðni til, að allt fari vel úr hendi, komi til þess, að íslenzkum fiski- mönnum verði skipað, að verka tiltekna skippundatölu á Spánarmarkað, og ekk- ert þar fram yfir af þurrum saltfiski. Hvað á svo að gera við afganginn? Jú, segja menn, allt má selja sem frostfisk. Flök eru framtíðar-varan o. s. frv. — Þetta getur allt verið rélt, og gengið vel i hinum stærstu kaupstöðum landsins, og myndi af sér leiða útræði mikið, en fleiri stunda fiskveiðar sér til lífsviður- væris með fram ströndum landsins en þeir, sem eiga kost á að gera út frá góðu höfnunum og eiga varla fleytur til þess. Fari Spánverjar að skammta innflutning, þá er hér svo mikilvægt mál á ferðinni, að alla vitsmuni verða þeir að leggja fram, sem farið hafa með fiskverzlun þessa lands á liðnum árum, og beita kröftum sínum til að leiða það vanda- mál til sigurs. Spánverjar og Portúgalar auka fiski- flota sinn ár frá ári, og því má ekki gleyma, að þeir reyna með þvi, að minnka fiskkaup sín frá öðrum þjóðum. I mörg ár hafa skýrslur frá Noregi borist hingað um aflabrögð. Par sést að Norðmenn herða fisk og hafa markað fyrir hann. Getum við ekki farið eins að? Til þess að herða nokkuð að ráði af ársaflanum, þarf undirbúning, sem óhjá- kvæmilega kostar mikið fé, víða hvar, en fer þó eftir staðháttum og magni hve dýrt mundí verða. Undirbúningur hlýtur að verða miklu meiri en fyr á tímum, þegar menn voru að herða part af afla, sem þeir veiddu á áttæringum sínum, sexmannaförum og bátum. Lokadaginn 1934. Sveinbjörn Egilson. Enn um dragnótina. Svar til K. B. Ritstjóri »Ægis« hefur gefið mér undir fótinn með þetta stutta svar til K. B., þess er ritar athugasemd við grein mína, »Dragnótaveiðin í landhelgk (Ægir, febr. 1934) með þvi, að sýna mér þá kurteisi, að senda mér umrætt tölublað sérstaklega. Ég geng út frá því, að K. B. sé hátt- virlur forseti Fiskifélags Islands, herra Kristján Bergsson. Að vísu bjóst ég ekki við, að grein mín hlyti athugasemd í þessum anda, og ekki minnst undraði mig hve mörgu var svarað af því, sem ég hvorki beint né óbeint hafði gefið til- efni til. En ég get ekki með öllu þagað við þessari athugasemd af því, að hún kemur úr þeirri átt er ég hygg. Ég vil þá reyna að skýra nokkru nánar ástandið hér hjá oss. Skak-útgerðin hefur lagst niður svo að segja um allt land; mun hafa starfað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.