Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.1934, Blaðsíða 17
ÆGIR 123 Á yfirstandandi vertíð er ég á sama bát og hef aðskilið netafisk og línu. Á »Freyju« eru 9 menn og aflinn skipt- ist í 23 staði. Báturinn hefur 14 hluti og leggur til öll veiðarfæri og oliu. Utkoman verður eitthvað á þessa leið: Utborgað í hlut, að kostnaði frádregnum, salti og beitu og fleiru kr. 300,00. í hlut af fiski 726 — brotum sleppt — hver fiskur 41V2 eyrir að meðaltali. — Á hvern kl.tíma koma tæpir 69 aurar sem vinnulaun. Um annan sjávarafla er ekki orðið að tala hér en þorsk, ýsa sést varla. Vertíðin í fyrra var hér sú einstakasta ógæfta-vertíð, og sjávarafli þar af leið- andi mjög litill. En nú lítur út fyrir, að vertíð hér ætli að verða all-góð, og nú hefur »Freyja« orðið miklu betri afla en í fyrra, og væntir maður þess, að enn við bætist. Eg geri mér það til gamans að telja þá klukkutíma á vertiðunum, sem ég eyði í fiskveiðarnar, til að sjá hvað ég hef mikið upp úr þeim tíma. Þannig eyddi ég hér eina vertíð 500 kl.st. við útróðurinn — fyrir nokkrum árum —, en hafði rúmar 900 krónur, að kostnaði öllum frádregnum, íyrir þann tíma. — Annars er það svo. að þegar maður er heima við heimili sitt, verða fiskveið- arnar einskonar aukavinna. Pórður Jónsson. Afli Norðmanna frá 1. janúar til 12. maí 1934 (hausaö og slægt, reiknað í tonnum). Samtals Hert Saltað Meðalal. hl. Hrogn hl. 12/s 1934 129.096 54.063 66.891 78728 46572 '3/s 1933 125.406 44.413 73.592 71.683 47.420 'Vs 1932 146.974 60.767 77.116 87.133 56.023 ’Vs 1931 186.166 43.461 133.988 75.665 61.845 l6/s 1930 118.166 49.504 60.405 55.882 44.877 Sjóréttarpróf í Bremerhaven. Afarmikla eftirtekt vöktu nýafstaðin réttarhöld yfir fyrsta vélstjóra á botn- vörpung »Wodan«, sem sökk út af Reykja- nesi 26. febrúar s. 1. og Iíuhr nokkrum, hluthafa i útgerðarfélagi því, sem átti »Wodan«. Fjögur botnvörpuskip hafa nýlega farist á óskiljanlegan hátt og þyk- ir sumt benda til, að þeim hafi verið komið fyrir kattarnef, á svipaðan hátt og »Wodan«. Fyrir réttinum neitaði fyrsti vélstjóri Skorup að vera valdur að nokkru því, sem til tjónsins hefði leitt, en síðar meðgekk hann eftirfarandi: Hann kveðst hafa verið atvinnulaus í 18 mánuði þegar hann hinn 13. janúar s. 1. kom á skrifstofu Kuhr. Far gerðist það milli þeirra, að Skorup yrði fyrsti vélstjóri á »Wodan« og tókst á hendur að sökkva skipinu og lofaði Kuhr hon- um aftur á móti, að veita honum.um- sjónarmannsstöðu eða fyrsta vérstjóra- stöðu á nýju skipi og hét auk þess að greiða honum 10 þús. mörk fyrir vikið. Kuhr sagði honum, að janúar eða fe- brúar væru ákjósanlegustu mánuðirnir til að sökkva skipinu og vélstjórinn valdi hinn 26. febrúar til þess verks, sökum þess, hve veður var gott. Vélstjóri skýrði frá i réttinum, hvern- ig hann stöðvaði dælu þá, er ávallt er í gangi til þess að halda skipinu þurru og hvernig hann fór að, svo sjór streymdi inn í skipið. Skipstjórinn á »Wodan«, skýrði frá að skömmu fyrir hádegi þess dags, sem skipið sökk, hafi hann gert gangskör að þvi, að lekestaður væri athugaður, þar sem honum hafði verið tilkynnt, að meiri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.