Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1936, Side 4

Ægir - 01.04.1936, Side 4
82 Æ G I R Oddur V. Gíslason prestur að Stað í Grindavík. 8. apríl 1836 — 8. apríl 1936. Hinn 8. april sl. voru liðin 100 siðan einn af einkennileguslu og merkustu mönnum á seinni hluta 19. aldar, síra Oddur Yigfús Gislason, fæddist hér í Reykjavik. Hann var settur til menta, útskrifaðist úi' lærða skólanum 1858 og' prestáskól- anum 1860. En ekki tók hann þá prest- vigslu og liðu svo 15 ái'. Var hann all- an þann tíma við sjómennsku hér á Suð- urnesjum og vann þá kajipsamlega að því að bæla bag sjómanna. Alti hann margar lnigsjónir til Ixila fyrir þá, en þæi mættu kulda og misskilningi eins og oft vill verða um mestu nauðsynjamál og ])jargráð. Á þessum árum tók hann upp á því að gufuln'æða þorskalilur og fékk verðlaun fyrir gufubrætt þorskaþvsi suð- ur í Bologne. Með því móti sýndi bann íslendingum það fyrstur manna, að gamla bræðsluaðferðin var röng og hægt var að framleiða hér miklu betra og verð- mætara lýsi, en áður hafði verið gert. A þessum árum komsl hann í kvnni við ýmsa Englendinga og ferðaðist með þeim um landið. Talaði hann ensku vel og ávann sér vináttu ýmissa mei'kra Englendinga. Ferðaðist liann til Eng- lands einu sinni eða ol'tar og kvnnti sér þar kristilega starfsemi meðal sjómanna og slysavarnastarfsemi. Vann hann og langa brið fyrir Kristilega smáritafélag- ið í London. Prestvígslu tök hann 1875 og þjónaði þá Lundi í Borgarfirði lil 1878, en síð- an var hann prestur að Stað í Grinda- vík fram til 1894. Húsakynni voru þar smá og léleg, en börnin 15 og fátækt í búi. En það sagði síra Oddur, að sér væri léttara um að semja ræður, þegar ekki heyrðust orðaskil fyrir hávaða í krökkunnm, og þrjú eða íleiri væru á knjám sínum og baki. Sjálfur reri hann hverja verlíð og var talinn afhurða góð- ur formaður og ægði honum hvorki sjö- volk né svaðilfarir. En kæmi einhver til að fmna prestinn, þegar liann var á sjó, var ]>reidd livíl voð á bæinn og reri Oddur þá þegar að landi, hvernig sem á slöð, því að preststörf sín annaðist hann með meslu samvizkusemi. Síra Oddur var annálaður ræðumað- ur, sérstaklega var hann frægur fyrir giftingaræður sínar. Þóttu þær svo göð- ar, að menn lærðu þær utanbókar. Fór liann þá sínar eigin götur. En þrátt fyrir petta liéll hann ótrauð- ur áfram starfi sínu meðal sjóinanna og ferðaðist úr einni veiðistöðinni í aðra til þess að berjast fvrir lnigsjónum sín- um. Stofnaði hann svo kallaðar bjarg- ráðanefndir i verunum og var þannig frumkvöðull slysavarna hér á landí. Hann brýndi það fyrir sjómönnum að vanda sem bezt allan útbúnað skipa, að hafa jafnan með sér lýsispoka á sjó og að hafa kjölfestupoka, sem hann sjálfur mun hafa fundið upp og látið búa til. Árið 1892 réðist hann í það að gefa út blað til þess að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. Var það sjómanna- blað og hét »Sæbjörg«. Kom það út mánaðarlega, en vegna fjárskorts gat hann ekki lialdið því út, nema eitt ár. í blaði þessu kemur hann víða við. Fyrst og fremst eru það slvsavarnirnar. Þar brýnir hann ]>að meðal annars fyr- ir sjómönnum, hve nauðsynlegt þeim sé að kunna sund. Sjálfur var hann synd- ur eins og selur. En hann kemur víðar við. Ilann bendir sjómönnum á það, að þeir verði að blóðga hvern fisk undir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.