Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1936, Síða 18

Ægir - 01.04.1936, Síða 18
96 Æ G I R F u n d u r s í 1 d v e i ð i m a n n a í Buckie. A fjölmennum fundi í Buckie á Skot- landi, var hinn 18. fehri sl. borin fram sú tillaga, að senda konungi áskorun um, að hann vildi lieita sér fyrir því, að liinir l)ágslöddu síldveiðimenn fengju styrk frá ríkinu, svo þeir gætu stundað veiðar framvegis. Sömuleiðis var farið' hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórn- arinnar i þessum efnum og Itcnl á, að hér væri um ekkert annað að ræða en, að stjórnin léti skríða til skarar og veitti þá aðstoð, sem þyrfti. Bæjarstjórnin í Buckie, hoðaði til fund- arins og gat fundarstjóri þess, að ástæð- an væri sú, að bæjarstjórn sæi, að til vandræða horfði, ei' stöðugt drægi úr fiskveiðum bæjarmanna og ungir menn flyttu í hópum til annara staða i land- inu, vegna atvinnuleysis. Hann gat þess, að árið 1913, hefðu 90 þúsund fiskimenn og verkamenn verið í bænum. Nú væru þeir að eins 58 þús. og liskimenn, sem áður voru 34 þúsund, eru nú að eins 23 þúsund. Arið 1913 voru 63 þúsund fiskimenn í Noregi, en 6(5 þúsund 1929. Dönskum fiskimönnum hafði á sama tíma fjölgað úr 17 þús- undum í 18 þús. í Svíþjóð, Rússlandi og Þýzkalandi, fjölgaði fiskimönnum, en í Hollandi liafði þeim fækkað um 3000, en það stafaði af, hve margir höfðu fasta vinnu við þurkun á Zuyder Zee. A það var l)enl á fundinum, að Bret- land væri hið eina land, sem að Norð- ursjó lægi, sem hókstaflega hefði ekkert gerl fyrir fiskimenn, hvorki í orði né verki. Ýms mál, er varðaði flskimenn og atvinnu þeirra, voru tekin fyrir á fundinum og að lokum har skipstjóri William Murray fram, eftirfarandi tillögur. 1. »Með því öllum fundarmönnum er ljós afturför, sem orðin er á síldveið- um og sölu sildar, sem nú virðist hafa náð hámarki og þeir sem nú eiga sæti í síldarsölunefnd geta ekki ráðið fram úr yfirstandandi vandræðum, þá heinir fundurinn þeirri áskorun tíl rikistjórn- arinnar, að hún nú þegar, endurskipu- leggi síldarsölunefndina til þess að að- stoða fiskimenn, svo þeir framvegis geli stundað atvinnu sína og séð fyrir sér og sínum — og, að ríkið veiti tryggingu fyrir greiðslu á afla, er þeir færa á land, svo að þeir verði eigi fvrir meira fjár- tjóni, en þegar er orðið«. 2. »Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að vinda nú bráðan hug að fyrirskipa öílugár ráðstafanir til að hjarga atvinnu- vegi þessum, áður en orðið er of seint að reisa hann við«. Skipstjóri Murray liætti því við, að á stríðsárunum hafi hann evðilagt 15 sprengidufl og bjargað með því 11 mat- vælaskipum. Skipstjóri Alexander Cowie studdi til- lögurnar og l)ætli við: »Skyldi ríkisstjórn- in neita að sinna kröfum fundarins, þá verður að senda þær til konungs«. Tillögurnar voru samþykktar í einu hljóði. Síðan var samþykkt, að síma öll- um þingmönnum, í sjávarútvegsnefnd brezka þingsins, .tillögur þær, er hornar voru upp á fundinum og þar samþykktar. (Fishing News). 20. apríl hófust samningar milli Noregs og Spánar, um rýmkun á fisksölu Norðmanna lil Spánar og greiðslu fyrir fisk, er þangað verður send- ur og samningstilraunir um greíðslu á innstæðum Norðmanna fvrir seldan fisk á Spáni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.